föstudagur

52 dagar til jóla og eftir viku verðum við sofandi í bát í amsterdam. dísús... ég get ekki beðið. í alvöru, ég bókstaflega get ekki beðið, ég er að hugsa um að sofa bara þangað til að við förum út svo að ég þurfi ekki að umbera þennan fiðrilda-vængjaslátt í mallanum á mér.
nú hefur það þróast svo í blöðunum að það er mynd af öllum ný-látnum í dánartilkynningunum. ég man þegar þetta byrjaði, mér og örugglega fleirum var brugðið að látið fólk hefði skyndilega andlit. nú er ég orðin vön þessu og það er undantekning ef ekki er mynd af þeim látnu við sínar tilkynningar. það góða við þetta er að nú er maður mun fljótari að renna augunum yfir og athuga hvort að nokkur sem að maður þekkir hafi skyndilega hrokkið uppaf.
ég þoli ekki pilluna. þessi hormóna-eitrun er handbendi djöfulsins er ég sannfærð um... og nei, ég er ekki að skrifa þetta af því að ég er þunguð. hún gerir ekkert annað en að fokka upp öllu systemi sem hefur tekið mig fjölda mörg ár að byggja upp og líkaminn neitar að hlýða henni, engin furða.
æj æj æj...

4 ummæli:

Ljúfa sagði...

Ég er á því að pillan sé meinóhollt helvíti. Mér líður miklu betur í skapinu eftir að ég hætti að taka hana. Ég er ekki heldur þunguð.

Tinna Kirsuber sagði...

Það er einmitt málið, ég held nefnilega að þessi andskoti eigi stóran þátt í að ég hef verið sérlega viðkvæm undanfarna tvo mánuði, og ekki mátti ég við því verandi óttalega viðkvæm fyrir. En hvað á maður þá að nota í staðinn? Því ekki ætla ég að hætta að ríða, NEVER!!!!

Nafnlaus sagði...

notaðu nuvaring...það er ekki eins og pillan og hefur engar aukaverkanir. mæli með því.

kveðja Thelma Björk

Tinna Kirsuber sagði...

Takk fyrir það Thelma mín :D Ég var einmitt eitthvað að spá í þessum hring...