laugardagur


það er alveg ómögulegt þegar maður vaknar kvíðinn. ég vaknaði þannig og núna er ég svo kvíðin að mér er óglatt en þarf samt sem áður að pína ofan í mig seríós af því að ég er að fara að gera hópverkefni og svo beint í vinnuna. fyrirætlanir mínar varðandi djamm í kvöld eru foknar útum gluggann því ég þarf að huga að sálinni. það er ekki hægt að vera kúl og kvíðinn á sama tíma. aftur á móti er einn ljós punktur... örninn minn ætlar að bjóða mér á sigurrós annað kvöld og ég get vart beðið enda hef ég ekki séð þá hljómsveit á tónleikum síðan ´97 held ég ef ég man rétt. plan dagsins: seríós, öndunaræfingar, hópverkefni, vinna, heim og aðlögun sálar að aðstæðum.

Engin ummæli: