þriðjudagur


46 dagar til jóla og amsterdam ekki á morgun heldur hinn...
þarf maður svo að borga starfsmönnum hjúkrunarheimila undir borðið til að tryggja það að foreldrum manns verði skeint þegar þau eru komin á þessar biðstofur dauðans? þetta verður allavega ekki áhyggjuefni hjá mínum börnum. ég mun ekki gerast vistmaður á elliheimili hvorki í þessu lífi né neinu öðru sama hvað er í boði og það er bara útaf þessu skeiningar-máli. ég efast um að vera ein um að muna eftir niðurlægingunni sem fylgdi því að vera skeint sem barni og það eitt hafði nógu mikil áhrif á sjálfsmyndina og sálina án þess að maður fari að biðja um þessa niðurlægingu aftur á gamals aldri. fyrr hengi ég mig.
nú er allt á fullu í skipulagningu í hausnum á mér. það er alltaf þannig þegar ég er á leið í ferðalag, innan- jafnt sem utanlands. ég er t.d. að velta því fyrir mér hvað ég eigi að taka með mér af klæðum svo ekki arki ég allsber um götur amsterdam og hvort að það sé orðið mjög kalt þarna úti. ég man ekki alveg hvernig nóvember var þegar ég bjó þarna en í minningunni var alltaf hrollkalt svo það er vissara að fara vel undirbúin fyrir það því fátt veit ég verra en að vera kalt. annars hef ég hug á að kaupa mér eitthvað af fötum þarna úti þar sem að flest mín föt sem ég á fyrir eru orðin of stór á mig útaf mikilli líkamsrækt undanfarið.
fólk horfir oft undarlega á mig...

2 ummæli:

Fjalsi sagði...

Ef eitthvað er að marka vini mína sem búa þarna úti er um 15 gráðu hiti þar nú. Það er að vísu óvengju hlýtt. Svo að þú ættir að taka með þér amk hlýja peysu ef það skyldi skyndilega kólna. Og regnkápu því það rignir ábyggilega hell. Góða ferð. Vildi að ég væri að fara líka.

Tinna Kirsuber sagði...

Jeijj!!! Takk fyrir elsku Hjörtur... Alltaf hægt að stóla á skýrar upplýsingar frá þér :*