mánudagur

47 dagar til jóla og tveir í amsterdamför... þetta er að verða óbærilegt.
jæja kæru lesendur, hið ótrúlega hefur átt sér stað. ég kláraði fyrir nokkrum klukkustundum ritgerðina, ég lagði drög að strúktúralískri greiningu á leigjandanum aftir svövu jakobsdóttur (veit einhver hvað þetta þýðir, í alvöru, EINHVER?). ég er ekki að ljúga að ykkur þegar ég segi ykkur að það hafa farið í þessi ritgerðarsmíð blóð, sviti og tár, mestmegnis tár þó af því að ég er kvíðasjúklingur með gífurlega vantrú á gáfnafari mínu. en þetta hafðist með góðri hjálp frá góðu fólki og sérstaklega fyrir þær sakir að kennarinn minn er sérlega skilningsríkur og hjálpsamur maður sem útskýrði fyrir mér af yfirvegun hvað það merkir að leggja drög að strúktúralískri greiningu á leigjandanum eftir svövu jakobsdóttur. annars kom þetta eins og vatn úr krananum um leið og ég byrjaði að skrifa í morgun enda stóð ég ekki upp frá tölvunni nema rétt svo til að hita mér te og fá mér rettu. og það hafðist. ég get líklega ómögulega útskýrt fyrir ykkur hvað þetta er mér mikið afrek, sérstaklega þar sem að ykkur finnst líklega ekkert erfitt að skilja strúktúralisma, leggja drög að einhverju eða bara yfir höfuð að skrifa ritgerð. hmmm... eníveis. ég er stolt af mér á þessu augnabliki. nú ætla ég bara að leyfa huga og sál aðeins að hvíla sig eða þangað til að ég kem heim frá amsterdaminu 15. þessa mánaðar. þá ætla ég að hella mér út í próf-undirbúning, best að hafa vaðið fyrir neðan sig en ekki liggja í því grenjandi og allsber daginn fyrir próf.
æj æj, mér líður svo óskaplega vel núna og það er svo ljúft. þunga lundin sem hékk í sálinni í tvo mánuði er farin og mér finnst ég svífa um á bleiku skýi. ástin vex með hverjum deginum og það er ekki yfir neinu að kvarta... nema peningum auðvitað en hvað er það annað en partur af fullorðins?

2 ummæli:

Ösp sagði...

Til hamingju með þetta Tinna mín!:D Og skemmið ykkur nú vel í Amsterdam!!! Ég kem ekki suður í þetta skiptið, en takk samt fyrir að bjóða mér íbúðina;)

Tinna Kirsuber sagði...

Ansans leiðindi... Mikið hefði verið huggulegt fyrir þig að vera hérna. Þá bara næst þegar við förum til útlanda :*