laugardagur

ég er ekki að gera gys en piltarnir hérna við hliðina eru enn að. þeir eru núna að spila sama lagið með coldplay (á gítar og syngja mjög drukknir með) aftur og aftur... það væri spennandi að vita hvað þeir eru búnir að vera að spila í fjarveru minni í dag... olaviu newton-john kannski, gamla slagara úr grease eða eitthvað annað hressandi. mér er spurn hverju þeir eru að fagna svona rosalega... kannski er einn af þeim að fara að gifta sig.

mamma komst ekki að hitta mig í dag svo ég fór bara og hitti hana bryncí mína og úlf litla í staðinn. það var ótrúlega gaman og ég verð alltaf svo hamingjusöm í hjartanu þegar ég geri mér grein fyrir því hvað ég á góða vini, hver öðrum betri. djöfull er ég klobbalega væmin... við löbbuðum laugaveginn og fengum okkur kaffi á súfistanum sem var troðinn af fólki sem horfði undarlega á mig, oftast þegar ég var að tala svo ég geri mér fulla grein fyrir ástæðum augngotanna. ég gerði mér líka grein fyrir því að ég verð að komast yfir 27.800 krónur hið snarasta. fyrir það fyrsta þá fann ég loksins skó en ég er búin að vera að leita mér að vetrarskóm síðan högninn ákvað að míga í þá sem áttu að gegna því hlutverki í vetur. og lyktin fer ekki... nema hvað að allar skóbúðir sem selja góða skó í þessari borg okra alveg rosalega á vörum sínum og neytendum í leiðinni og skórnir sem ég fann kosta hvorki meira né minna en 20.800 krónur og eru í KRON. fjárinn!!! ég veit alveg að þetta er tapað mál og þess vegna langar mig pínu til að tala um þessa fallegu skó... þeir eru guðdómlegir og ég er reyndar búin að vera að "eyeball-a" þá síðan fyrr í haust, ákaflega dömulegir. þetta eru eiginlega stígvéli, svört með pínu hæl og hnöppum upp eftir hliðunum. ég sé mig alveg fyrir mér í þeim að spígspora í hljómskálagarðinum... og þá er eftir 7000 kall eins og glöggir lesendur hafa reiknað út en það kostar sá guðdómlegasti lampi (ég er með lampa "fetish") sem ég hef á ævinni séð og ég mun gera ALLT til að eignast hann. ég sá hann í gegnum glugga í göngutúrnum í nótt í búðinnni KISA. það er gæsa-lampinn sem ég er búin að setja á jólagjafaóskalistann. þetta er án efa fallegasti, guðdómlegasti og GUÐDÓMLEGASTI lampi sem ég hef á ævinni séð og ég skal eignast hann þó að ég þurfi að deyja við að reyna það, svo ástfangin er ég af honum. (takið eftir að ég notaði lýsingarorðið guðdómlegur þrisvar sinnum um þennan guðdómlega lampa).

ég og bryncí rákumst svo á nýja hljóðfæraverslun sem verið var að opna á klapparstígnum og selur hljóðfæri frá öllum heimsálfunum. ég ætla að spara að fara inn í hana þangað til að örninn minn kemst með... og svo ákváðum við stöllur að djamma saman næstu helgi og ef það verður eitthvað eins og í denn þá verður það "kreisí".

3 ummæli:

a.tinstar sagði...

hey nafna, ég er að vinna í kisunni....er einmitt að safna lömpunum..keypti mér nefnilega 1 fyrir nokkrum árum síðan frá þessu kompaníi. það er germansk eins og þér eruð....

álfurinn á græna hjólinu

já hey ég á lítinn kanínustrák núna, hann ku heita snjóbert

Tinna Kirsuber sagði...

Úúúú... Heppin að vinna þar! Ég MUN eignast gæsalampann... Í guðs bænum passaðu það fyrir mig að þeir klárist ekki allir, ég myndi deyja. Ég myndi barasta deyja... Til hamingju með kanínudrenginn, kanínur eru sætar og mun áhugaverðari en naggrísir :D

a.tinstar sagði...

jamm skal gert, sendi þér boð við síðustu gæs. naggrísir eru spaugileg dýr og já takk fyrir það