laugardagur

mig langar til að benda ykkur á eina mjög góða hljómsveit sem að hún birta mín kynnti mig fyrir og heyrist stundum á rás 2. hún heitir arcade fire og ég mæli sérstaklega með lögunum wake up og haiti.
ég var síðan að velta því fyrir mér hvernig maður skilur fólk þegar það sýnir manni ekki fram á hlutina eins og maður skilur þá best sjálfur. er bara frekja að ætlast til þess eða er það eðlileg krafa? þetta snýst kannski aðallega um það að geta sett sig sem best í spor annarra. æj, ég veit ekki og dæsi bara...
björn jörundur er "as we speak" að reyna við konu í útvarpinu.

2 ummæli:

Ösp sagði...

.....37.. :)

Tinna Kirsuber sagði...

Híhíhí. Þú ert krútt :D