sunnudagur

nú jæja... einhleypir helgarpabbar og frímerki. ég byrja á því fyrrskrifaða...

nú er ég oft að vinna í búðinni minni um helgar og m.a. í gærkveldi og verða þá á vegi mínum margir einhleypir helgarpabbar og í gær gerði ég mér grein fyrir einu munstri sem virðist einkenna þá alla en ég hafði ekki alveg gert mér grein fyrir áður. þeir, altsvo helgarpabbarnir tala alltaf mjög hátt og áberandi við börnin sín um leið og þeir sjá huggulega eða fýsilega stúlku nálgast eins og til að vekja á sér athygli. af þessu dreg ég þá ályktun að þeir séu mjög einmana og vanti konu og kjósi að nýta sér börnin sín sér til framdráttar. þ.e. ef huggulega stúlkan sér þá tala vel við börnin sín hljóti hún átómatískt að halda að þarna sé á ferðinni indæll maður sem vert sé að eyða einhverju púðri í... en þetta er náttúrulega mjög grófleg ályktun hjá mér.

frímerkin... ef einhver af ykkur ætlið að senda jólakort þessi jólin og kaupið þ.a.l. frímerki á kortin til að þau skili sér áreiðanlega til viðtakanda vil ég vinsamlegast benda ykkur á að þefa af frímerkjunum. póstinum hefur nefnilega dottið í hug þessi jólin, og ég verð að segja að þetta er mjög sniðugt "trikk" hjá þeim að hafa lykt af jólafrímerkjunum. ég hef reyndar einungis orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að finna lyktina af innanlands frímerkjum og innan-evrópu frímerkjunum en gluð hjálpi mér ef það breytti ekki lífi mínu. á innanlandsfrímerkjunum, og ég vona að ég sé ekki að víxla þessu er mynd af grenitréi og frímerkið lyktar eins og barrnálar, reyndar meira eins og einhver kubbur sem maður lætur í klósettið hjá sér svo að kúkalyktin sé ekki jafn megn og svo er mynd af eplum á evrópufrímerkjunum og þau lykta eins og kanill. ég hef enn ekki gerst svo heppin að finna lyktina af utan-evrópu frímerkjunum en ég get vart beðið... ég ímynda mér að á þeim sé mynd af hangikéti og lyktin af þeim eftir því.

að hugsa sér! svo ég mæli eindregið með því að ef eitthvað vantar uppá jólaskapið hjá ykkur að þið farið þá útí næstu búð sem selur frímerki og þefið...

Engin ummæli: