fimmtudagur


ég nenni ekki fyrir mitt litla líf að blogga enda eru fingurnir á mér gaddfreðnir inn að beini. ég skelli mér í heita sturtu og sé svo til... svo er ég líka með áhyggjur, eins og alltaf og ég nenni ekki lengur að skrifa um þær hér því að óprúttið fólk notar upplýsingarnar gegn mér sem er ekkert annað en mannvonska í ljósi þess að flest mín skrif á þessari síðu eru með öllu fölskvalaus fyrir utan einstaka kaldhæðið krydd.
ungri og væntanlega reykvískri blómarós hugkvæmdist að fara út að skokka í hljómskálagarðinum á sama tíma og ég var að labba heim úr skólanum. í gegnum hljómskálagarðinn að sjálfsögðu. ég vissi ekki hvað var að gerast þegar ég heyrði allt í einu í rökkrinu (já, það er endalaust rökkur í reykjavík þessa dagana) einhvern másandi og blásandi færast mér óðfluga nær að aftan. hárin voru farin að rísa og ég fór með bænirnar í hljóði af því að ég hélt að þetta væri líklega risa-vaxinn morðingi (þessi "histería" á rætur sínar eingöngu að rekja í áðurnefnt rökkur) eða eitthvað þaðan af verra að fara að kynna mig fyrir ævikvöldinu. það er ekki einu sinni kvöld. og fjandinn hafi það ef ég andaði ekki léttar þegar ég sá litla og digra stelpu en ekki risa-vaxinn morðingja skokka framhjá mér. það mátti litlu muna því að ég var með mundaða hnefana í nýju glimmer-vettlingunum...

Engin ummæli: