miðvikudagur

54 dagar til jóla. ó hve tíminn líður ofur hratt....
hvar var ég annars? nennti ekki að læra í morgun eins og ég geri að öllu jöfnu á morgnana en las þess í stað bresk slúðurblöð og hlustaði á íslensku tónlistarflóruna á rás2 plús nokkra erlenda trúbadora sem að syngja bara um reiðhjól í pekíng og þar fram eftir götunum. það fer að vanta eitthvað "breathtaking" í tónlist hérna á íslandi hvað og hverju eða þangað til að shadow parade koma með diskinn sinn sem ég bíð eftir í ofvæni. það verður eitthvað merkilegt er ég sannfærð um...
nú eru átta dagar þangað til að við förum út og eftirfarandi tilmælum er beint til begga sem er að skipuleggja ferðina eins og við værum gamlingjar á leið í skemmtiferð til flórída (kaldhæðið grín)... tinna vill gera þetta:
fara í dýragarðinn (í góðu ástandi)
fara á burger king (í góðu ástandi)
sýna erni og þeim sem áhuga hafa hvar ég átti heima. þar rétt hjá eru svo andskoti fín gítarbúð og skemmtilegur markaður sem ég fór á á hverjum einasta degi þegar ég bjó úti, man ekki hvað hann heitir.
labba þessa risastóru og sérlega fullnægjandi verslunargötu sem í amsterdam er og kaupa mér efni í aðra ferðatösku af fötum í h&m
bulldog (tíhíhí)
... og síðast en ekki síst, fara á söfn.
ó men, ó men... ég get ekki beðið, ég get í alvöru engan veginn lagt nógu mikla áherslu á hvað ég hlakka mikið til að fara til amsterdam. og sofa í báti, með erninum... ahhhh...
ég er eitthvað stelpuleg í dag held ég... annars litaði ég hárið á mér í gær. fór offörum og dekkti ekki bara á mér hárið heldur líka eyrun, ennið og aftan á hálsinum (hvað heitir sá staður á líkamanum? varla þó bara "aftan á hálsinum"...). það er alltaf þannig. svo lét ég framan í fésið á mér örlítið brúnkukrem svo að ég líti síður út eins og nár líðandi eftir götum bæjarins, ekkert að því að hressa aðeins upp á útlitið, það gerir nefnilega heilmikið fyrir hitt líka (sálina).
það á að horfa á vídjó í dag í tíma. ég skal segja ykkur hvað það er... jú, ávísun á að sofna fram á borðið og svo annaðhvort rjúka upp með andfælum og ópum eða öll útí slefi. grín.

9 ummæli:

gulli sagði...

heitir það ekki rassgatið?

Tinna Kirsuber sagði...

Hahahaha Gulli. Er fyndinn miðvikudagur í dag?

Nafnlaus sagði...

"aftan á hálsinum" heitir hnakkagróf

Fjalsi sagði...

uh - markaðurinn heitir líklega Albert Cuyp markt og er einmitt kenndur við Albert Cuypstraat. verslunargata fullnægjandi gæti verið Kalvertstraat. Ég mæli miklu frekar með De Rokerij, The Doors og Abraxas en Bulldog sem mestmegnis er fullt af ógeðslegum ameríkönum og bretum. Greenhouse við Waterlooplein er einnig afar huggulegt. Svo er gaman að fara á Absinthe Bar, Café The Minds, og Brouverij 't IJ

Tinna Kirsuber sagði...

Takk elsku Hjörtur minn, þessar upplýsingar munu koma sér vel. Og takk líka "nafnlaus".

Nafnlaus sagði...

Ég er gamalmenni Tinna... :) Og af (marg)fenginni reynslu þá hef ég komist að því að það er best að hafa eitthvað plan þegar maður er að fara til Amsterdam .. Allavegana hef ég farið 5 sinnum til Amster og hef ALDREI gert neitt :) hmmmm

Tinna Kirsuber sagði...

Já Guðbjörn minn... Ég var bara að gera gys, ég er voða hrifin af öllu sem tengist skipulagningu enda hálfur þjóðverji. Ég styð þig heils hugar :D

Tinna Kirsuber sagði...

Tell me about it!!! Svo ég tali nú ekki um að fara til Amsterdam og eyða formúgu í föt í h&m.

Móa sagði...

góða skemmtun tinna mín, svo er bara Berlín næst er það ekki??