miðvikudagur

ola!
djöfull er ég ánægð með þessa veðurstelpu... vel valið og hún fækkar fötum!
í gær fór ég í ljós sem er svosum ekki í frásögu færandi nema að við erum að tala um mig. ég fór reyndar í ljós seinast fyrir einhverjum rúmum þremur árum síðan en mér eru þær ljósafarir ekkert sérlega minnisstæðar. það tók mig eingöngu einn dag að mana mig upp í að fara þangað sem ég fór í gær og er það persónulegt met þar sem að svona hlutir sem að öðru fólki þykja ósköp smávægilegir og jafnvel eðlilegir vefjast heil ósköp fyrir mér. sem dæmi má nefna að hringja í bankann... mikið mál, fara út í búð... stundum mál, hringja og þakka fyrir jólagjafir eftir hátíðirnar... rosa mál og hef stundum sleppt því og eiginlega bara allt sem tengist því að hringja er mjög erfitt fyrir mig. nú nú, ég ákvað semsé að skella mér á eitt svona fimm tíma kort sem er á einhverju tilboði núna á þessari nýir-eigendur-sólbaðsstofu. það kostar bara eittþúsundtvöhundruðnítíuogníukrónur ef einhver hefur áhuga. ég skammaðist mín reyndar smá því ég hef mikið hæðst að hullmazter og rafvirkjanum sem stundum skella sér í,,bekkina" eins og rafvirkinn minn kallar það. en ég kyngi því hér með eins og öllu öðru... híhí... svo mætti ég þarna í gær, stundvíslega eins og þýskum er siður og sest niður með hinum súkkulöðunum sem öll voru reyndar að bíða eftir túrbóbekkjunum, what ever that is. hafði samt vit á að afþakka það þegar leðurtöskustelpan í afgreiðslunni bauð mér svoleiðis tíma. fannst eins og að orðið túrbó myndi ekki hafa neitt gott í för með sér fyrir mig og minn líkama. svo kom röðin að mér eftir að vera búin að kúldrast í þessum sófa þarna í óþægilegar fimm mínútur undir augngotum fólksins með gömul séð&heyrt. ef þá einhvern tímann kemur að því að ég þurfi að fara upp á húð&kyn þá ímynda ég mér að biðin á biðstofunni þar sé svona. ég fór inn í einhvern klefa og hafði gætur á því að læsa hurðinni vel, maður hefur heyrt alls konar sögur af svona stöðum þar sem stúlkan rumskar við sér með spennurunkara standandi yfir sér. því næst klæddi ég mig úr spjörunum á ógnarhraða því ég hafði bara eina mínútu áður en að leysersjóvið byrjaði og henti mér upp í bekkinnn sem leit samt meira út eins og geimskip. svo byrjaði fjörið... þetta var allt ósköp notalegt til að byrja með en eftir stuttar 10 mínútur fór mig að svíða ægilega í andlitið en ákvað að harka af mér og hugsaði bara um að það hlyti að vera verra að eignast barn og ég veit fyrir víst að það er verra að fara til tannlæknis. eftir 20 mínútur var ég glöð og hljóp út. ég veitti því enga sérstaka eftirtekt að súkkulöðin horfðu undarlega á mig á leiðinni út en uppgötvaði afhverju þegar ég kom heim og leit í spegilinn. ef þið ímyndið ykkur pepperóní pulsu með andlit þá leit ég þannig út. eftir kalda sturtu, krem og allt. ég er aðeins skárri í dag en ég ætla að taka mér pásu í nokkra daga.
see ya!
undrandi

Engin ummæli: