föstudagur

if you love something, set it free. if it comes back to you, it´s yours. if it doesn´t, it was never meant to be...
og þetta er hinn alræmdi föstudagsblús. er að taka eftir ákveðnu hegðunarmynstri hjá mér. hef a.m.k. verið eitthvað stúrinn síðustu 3 föstudaga... kannski bara það sem fullorðna fólkið kallar að vera þreyttur eftir vikuna. enda er líka ógjörningur að reyna að púsla þessu unglingalíferni mínu saman við 9-5 vinnudaginn. ég ætla samt á barinn í kvöld og fá mér tekílastaup. kannski nokkur. er búin að vera að hugsa um það síðan í byrjun viku hvað ég hlakkaði til að fá útborgað svo ég gæti leyft mér þann munað að staupa tekíla á barnum í stuttu pilsi... ertu með? verð samt umfram allt að huga aðeins að heimili mínu hvað varðar þrif þegar ég er búin að dandalast upp í kringlu í dag.
ég komst í annarlegt ástand í gær án mikillar fyrirhafnar og endaði svo heima með móu og gato negro. móa hló og ég sagði henni sannleika lífsins. þetta gengur bara allt út á að safna fólki í jarðaförina sína og deyja svo ungur og fallegur. þegar augnlokin voru alveg að lokast kom rafvirkinn og kyssti mig í fallegan svefn. ég náði ekki að keupa miða á placebo í gær og þess vegna liggur lífið við að ná miða í dag... óskandi að þunglyndu goth unglingarnir hafi ekki klárað þá alla frá mér.
ég vona að helgin ykkar verði góð og mín líka. kannski sé ég ykkur eða þið mig. see ya!
gestabók

Engin ummæli: