mánudagur

sæl aftur... jæja, formlega orðin rafvirkjafrú. veisla hjá mér næstu helgi.
ég bíð og ég bíð eftir að dagurinn í dag verði búinn, svo morgundagurinn og dagurinn þar á eftir.
helgin var svosum tíðindalaus fyrir utan að ég leyfði mér að drekka af barnum en gleymdi þó alltaf að fá mér langþráða tekílað. hitti dóru wonder á föstudagskveldið og í mínu fínasta pússi skellti ég mér með henni á kaffibarinn. ég komst reyndar aldrei almennilega í stuð en ástæðan fyrir því skýrði sig sjálf þegar rósa frænka kom í bæinn morguninn eftir. ég tala í rauninni ekki um rósu frænku heldur er ég að leggja mig fram við að vera klobbaleg... enda stungu ég og rafvirkinn frekar snemma af heim af barnum. laugardeginum eyddi ég með minni elskulegu bryncí súpermódeli. ekki úr vegi að minnast á að mamma sendi mér sms, er víst farin til þýskalands og ég fæ karton 12. apríl. við bryncí urðum bjórölvaðar frekar snemma eða um klukkan 2 á kaffibrenslunni og gengum skríkjandi um bæinn og keyptum skartgripi. alltaf hugsa ég um hvað ég er heppin að eiga bryncí og birtu. tvær mér líkastar manneskjur í heiminum og ég á þær fyrir bestu vinkonur. þvílík sæla. og svo er víkingur íslands kærastinn minn. lífið er bliss... laugardagskveldið fór í langþráða einveru. þó eingöngu fyrir þær sakir að ég sofnaði afskaplega ölvuð á nærfötunum þegar ég kom heim af kómíska bæjarröltinu og vaknaði í engu stuði.
í gær fór ég svo á bíó með elskulegu drengjunum á dawn of the dead. þvílík snilld, hrein og tær snilld. hún fer beint í skrifblokkina sem hýsir allar dvd myndirnar sem mig langar í. mikið er ég hrifin af hryllingsmyndum. ég er nánast með hryllingsmyndaþráhyggju. samt er ég alltaf að gera í buxurnar af hræðslu og meira að segja í gær gerðist það sem hefur ekki gerst lengi eftir hryllingsmynd og ég hélt meira að segja að ég væri vaxin upp úr því... ég var logandi hrædd þegar ég var að fara að sofa. fór að ímynda mér hluti og allar ójöfnur í skugganum litu út eins og eitthvað hættulegt og enn og aftur horfðu kettirnir undarlega á mig og mér var ekki rótt.
er að fara að hitta hana dóru mína wonder á eftir, um leið og ég er búin að pínast á starfsmannafundi sem enda aldrei öðruvísi en einhver fer að gráta og annar verður fullur og klæðir sig úr öllum fötunum.
get ekki beðið eftir næstu helgi. see ya!
gestabók

Engin ummæli: