mánudagur

mér finnst það afskaplega leiðinlegt oft á tíðum en ég er óneitanlega ógurlega mikil frekjudós. mér finnst t.d. fúlt að 2 af bestu vinkonum mínum eru ófrískar. og það er af því að ég er nokk viss um að ég verði útundan þegar krílin fæðast. mér finnst líka óskiljanlegt þegar ég ákveð um helgar að vera bara heima og ekki fara á fyllerí að vinir mínir geri ekki slíkt hið sama og droppi sínum plönum til að vera með mér. og enn annað sem er fáránlegt að mínu mati og rosalega glatað er að vinir mínir vilji frekar vera með kærustum sínum þegar þeir gætu verið með mér. það sem er svo ofboðslega öfugsnúið og ósanngjarnt við þetta allt saman er, að ég er 99,9% viss um að ég haga mér nákvæmlega eins við nákvæmlega sömu aðstæður. hmmm....
mér finnst líka sérlega pirrandi í dag þegar ég er svo blásnauð að mér er vart hugað líf að fólk dirfist að koma til mín og kaupa DV og borga með 5000 kalli fyrir þann ómerkilega pésa. fyrir þá sem ekki eru með update á verðlagningu DV, þá kostar pésinn 220 kr. afgangurinn af 5000 kalli er semsé 4780 kr. #$%#$%&%#$ demitt!!!
karlmenn ættu ekki að ganga í smelluskóm. það er viðbjóður. það virðist vera í tísku núna hjá karlmönnum að vera í smelluskóm eða kabbojastígvélum. smelluskór eru skór sem gefa frá sér klikk klikk hljóð þegar á þeim er gengið. viðbjóður.
afsakið pirringinn. bless.
gestabók

Engin ummæli: