mánudagur

jubb! another monday...
mikið er haustið yndislegt. ég elska haustið, svo rómantískt og kalt. með haustinu er líka tilvalið að fara að hlakka til jólanna sem ég að sjálfsögðu elska líka. uppúr október fer ég, tinnbert iðulega að telja dagana niður til jóla. svo að ef ykkur fibast eitthvað niðurtalningin ættuð þið bara að kíkja hingað því ég verð með allt á hreinu. líka veglegan jólagjafalista ef einhverjir hafa áhuga á að gefa mér jólagjöf.
arrgh! ég held ég sé að fá tannpínu. og hvað haldiði að ég sé næstum hræddari við en köngulær í þessari veröld? jú! tannlækna. hata þá! til samnaburðar fyrir þá sem ekki skilja jafnast sjö ferðir til kvensjúkdómalæknis á við eina ferð til tannlæknis að tinnberts mati. þar hafiðið það. hreinn og klár hryllingur. en nú þarf ég að fara að vinna því klukkan er alveg að slá níu... það var sleepover hjá kærasta í nótt og ég fékk hjólið hans lánað í vinnuna. svo brunaði ég niður laugaveginn eldsnemma í morgun því ég var ekki alveg viss með hvað það tæki mig langan tíma að komast frá honum til vinnu. og ég er ennþá hálfþýsk svo það dugar ekkert slór í mínum skóm. þess vegna voru einu vegfarendur á laugaveginum gluggaþvottamenn og túristar. og þar sem ég bruna niður laugaveginn eins og einhyrningur í ævintýri með faxið allt í feisinu smellir túristi af mér mynd. ég skransaði og stoppaði, ætlaði að spyrja hvað honum gengi til. þá smellti hann bara annari mynd af mér. kannski var þetta svona papparazzi ljósmyndari sem er vinnualki svo að þegar hann er í fríi, jafnvel á íslandi þar sem allir eru reyndar frægir, getur hann ekki hætt að taka mynd. svo ég brosti bara með vorkunn í munnvikunum og hjólaði áfram.
see ya!
gestabók

Engin ummæli: