fimmtudagur

ég held, án alls gríns að ég hafi sofið samanlagt í 5 mínútur í nótt enda er ég með svona kul í augunum eins og ég fæ alltaf þegar ég er illa sofin og sybbin. og ég var í þokkabót svo logandi hrædd alla nóttina og hélt stöðugt að þakið væri að fjúka af eða þá að eitthvað eða jafnvel einhver kæmi fjúkandi inn um gluggana. páka litla var líka ósköp hrædd, litla skinnið og lá með hausinn næstum inni í mínum haus alla nóttina. ég fékk samt annað nætur-ástarljóð frá bibbs. fallegt...
en andskotans! illgresi fékk ekki salinn sem´við vorum að sækjast eftir. demitt! af hverju er veröldin svo grimm?
gestabók

Engin ummæli: