þriðjudagur

Önnur færsla dagsins í dag: það eru allir óðir í að kaupa frjálsa verslun í dag. hingað hafa komið á einu degi það mesta samansafn af plebbum sem ég hef á ævinni séð til að kaupa þennan auma pésa. og af hverju? jú, af því að fólk hefur svo óslökkvandi og fáránlegan þorsta í að þurfa endilega að vita hvað fólk sem er engan veginn á sömu hillu og maður sjálfur í lífinu hefur í laun og hvað það borgar mikla vexti af þeim launum. að hugsa sér. svo sitja bara blaðakaupandi plebbarnir og lesa um hina plebbana og þeirra mánaðar milljónir og býsnast. ojjsen pojsen og puff!!! silfurskeið í rassi-pakk!

í gær var kirsuberjadagur. gleymdi að segja ykkur. af því að ég vaknaði ekki þunn og í rosa góðu skapi ákvað ég að vera extra fín í tilefni verslunarkonudagsins. ég var með kirsuberjaeyrnalokkana mína, í kirsuberjaskyrtu og kirsuberjapilsi. eitt stórt og safaríkt kirsuber! mig vantar hins vegar til að vera fullkomið kirsuber, kirsuberjaspennu, kirsuberjahring, kirsuberjaarmband og kirsuberjaskó. mynduð þið ekki bara vilja borða mig þá? úff... ég kemst bara ekki yfir mína eigins fabúlesness og hvað ég er mikið kirsuber.

ég verð að sinna heimilisstörfunum! ég hef látið það sitja á hakanum allt of lengi og nú er sófinn minn eiginlega farinn að líkjast meira skógarketti en hún páka mín. og gestir að koma í kvöld og allt. ég er nú meiri húsmóðirin!!!

gunnar dungal kom áðan í sína venjubundnu eftirlitsferð um búðirnar sínar. mig dreymir um að verða vinkona hans og fara með honum í veiðiferðir í einhverjum fínum ám. mig langar alltaf rosa mikið til að geta sagt eitthvað fyndið á nákvæmlega sama tíma og hann gengur brúnaþungur fram hjá en það bara gerist aldrei. ég er eiginlega alltaf akkúrat verkefnalaus þegar hann kemur svo að hann er örugglega farin að halda að ég sé einhver bévítans auðnuleysingi og 15 ára í þokkabót. síðan sá ég að hann gaf mér extra illt auga af því að ég er í sérlega flegnum bol í dag. ,,það er fyrir túristana" hefði ég getað gaukað að honum og svo hefðu ég og gunnar dungal hlegið dátt saman og slegið okkur á lær.**umfh**

bestu kveðjur, tinna.


gestabók

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég náði einu sinni að grínast með konunni hans. það var gott móment. við slógum okkur á lær. :) b.

La profesora sagði...

þú getur skrifað niður nokkra frasa til að eiga fyrir ýmis móment og svo þegar hann á leið framhjá grípurðu í þann frasa sem á best við í tengslum við mómentið. það verður pottþétt instant-vinátta.