mánudagur

jæja þá elskurnar mínar, gleðilegan mánudag.
ég kom í gærkveldi úr langferð norðan af landi þar sem að ég og heitmaður minn og fleiri vinir vorum viðstödd eitt stykki brillup í bárðardalnum hjá enn einum vininum. það var semsé í bárðardalinn sem hægt er að keyra í 7 klukkustundir án þess að keyra fram af landinu. við lögðum af stað á föstudag og gistum þá á akureyri um nóttina á gistiheimilinu ás sem er rétt við ráðhúspladsen þeirra akureyringa. það var undurljúft nema þá að ég var örlítið smeyk við nágranna okkar þarna á gistiheimilinu sem virtust vera partýmenn. en blessunarlega kom í ljós að þetta voru kirkjuræknir blökkumenn sem voru hinir rólegastir þrátt fyrir tópaksklútana á höfðinu og víðu rappbuxurnar. svona er maður nú fordómafullur... á laugardag fórum við skötuhjú svo í gönguferð um bæinn og rákumst m.a.s. á útibú fríðu frænku þar sem að bibbi keypti ósköpin öll af vínil og reyndi að fá mig út í kjólakaup. hann gaf sig ekki fyrr en ég sagði já við eitureldrauðum bol úr 17 verslun akureyringa. seinna um daginn ókum við svo af stað í brúðkaupið, en bárðardalurinn er aðeins frá akureyri. við fengum þar gistingu í sumarbústað. það vildi nefnilega svo ótrúlega vel til að vinkona okkar sem var einnig gestur í brúðkaupinu þekkir mann sem á vin sem á fjölskyldu sem á sumarbústð þarna í bárðardalnum. að hugsa sér lukku! sumarbústaðurinn var hinn huggulegasti þó að ég gerði mér fljótt grein fyrir að það yrði ekkert um fönní bissness og rómantík í tipsynessinu síðar um kvöldið þar sem að engar voru hurðirnar á bústaðnum. nema þá þessi eina sem skilur að mann og náttúru, ekki klósetthurðin heldur útihurðin. það var nefnilega heldur ekki nein klósetthurð, bara blátt og gegnsætt tjald. þess vegna lá mér ósköpin öll á salernið þegar ég snéri heim úr ferðinni í gær... þið vitið hvað ég meina... brúðkaupið var yndislegt og fallegt og ég finn hvernig kvenlegur þankagangur minn í þá veruna er farinn að láta í sér heyra, hærra og hærra með hverju brúðkaupinu. best að prinsinn viti ekkert af því, annars er ég hrædd um að hann tæki til fótanna.
ég táraðist þrisvar sinnum í athöfninni og kreysti fast með sveittri hendi hendina á manninum mínum. mikið vona ég að ég giftist einhvern tímann í kirkju og með öllu... veislan var líka stórskemmtileg og við hjú dönsuðum eins og fullorðin, samkvæmisdansa við harmonikkuspil.
á leiðinni heim í gær hlustðum við á kryddlegin hjörtu á hljóðspólu og komum við á nokkrum söfnum. t.d. safnasafninu þarna rétt fyrir utan akureyri og svo öðru safni á akureyri þar sem að maður að nafni óli g var að sýna olíumálverk. hann er snillingur og ég mæli með að allir kynni sér þann andskotans snilling. ég ætla að verða svona snillingur.
mér varð hugsað á leiðinni heim til samskipta ökumanna. nú er ég ekki með bílpróf og kann ekki einu sinni að keyra, hef bara aldrei þurft þess, en mér þykja þessi samskipti stórmerkileg. t.d. þegar lögreglan eða sjúkrabíll þurfa að komast áfram og setja bláu ljósin á og stundum sírenur, færa sig allir frá og mér finnst eitthvað svo fallegt við það. líka eins og þegar taka þarf fram úr, við lentum í því í gær, sem er reyndar óþarfa stress að mínu mati, en hvað um það. þá var vörubíll á undan okkur svo að skyggnið fyrir aftan hann var ekkert mjög gott. þá gaf vörubílstjórinn okkur merki um að nú væri öllu óhætt og keyrði aðeins út í kantinn til að við ættum betur með að komast fram hjá honum. það fannst mér óskaplega fallegt. shit!!! matartími búinn...
see ya!
gestabók

Engin ummæli: