mánudagur

ha ha ha og lallalallala!
bráðum verður símanum mínum lokað og ég á enga peninga. sem og áður er ástæðan sú að ég vinn hjá pennanum.
annars skal ég segja ykkur það að s.l. föstudag, sem var einn sá viðburðaríkasti frá morgni til kvölds í langan tíma, var ég gerð að umsjónarkonu með tónlist og myndböndum hér í pennanum. ég mun þ.a.l. þurfa að fylla út í ansi erfiða skó sem kollegi minn, hún maríanna dansaði áður um á. það fylgdi reyndar ekki sögunni hvort með þessu fylgdi sjálfgefin launahækkun eða ekki. ætli maður þurfi ekki að sjá um það sjálfur eins og allt annað óþægilegt sem tengist því að vera fullorðin. mér þykir þetta þó mikill heiður og er mjög stolt af því að hafa verið beðin um þetta þar sem að ég hef alltaf haldið að fólk hefði það álit á mér að ég væri bara óttaleg skellibjalla sem tæki enga hluti alvarlega. ég er að sjálfsögðu eins og allir vita háalvarleg kona sem er lítið fyrir innantómt blaður nema þá helst þegar að ég svara símanum þegar móðir vor hringir.
mikið finnst mér fyndið að það sé til 6 tíma hljóðbók sem heitir grafarþögn eftir sögu arnalds indriðasonar. fattiði??? grafarþögn-hljóðbók... hahahahaha
bissí og mjög stressandi vika framundan. en samt good way stressandi því ég er að fara á deit á miðvikudaginn... fiðrildi í maga....
see ya!
gestabók

3 ummæli:

Tinna Kirsuber sagði...

sjáiði kirsuberin...? svona er rassinn á mér. i wish.....

Nafnlaus sagði...

til ham með nýja djobbið. fædd í það. viss um að þú munir standa þig eins og hetja. en þér er hérmeð offissíallí boðið í partýið mitt. infó á bloggi.
ást.
beta

Nafnlaus sagði...

Til hamingju esskan, mikið muntu brillera í þessu.
Æsa