þriðjudagur

ola!
muniði um daginn þegar ég sagðist hafa fengið svo frábærar fréttir og mátti ekki segja þær? ég má semsagt segja þær núna en gleymdi því alltaf. móa systir mín og arnar eggert heitmaður hennar og fyrrverandi mágur minn eru ófrísk. ójá! lítil baun eða tinna(hope hope hope) á leiðinni eftir u.þ.b. 5 mánuði. ég er svo yfirmáta glöð að ég gæti gubbað. og ég hlakka sérlega mikið til að handleika litlu baunina og segja henni sögur. mér hefur nú aldrei geðjast neitt ofur vel að börnum nema nokkrum eins og litla frænda mínum sem mér finnst vera dásamlegur. og ég er sjálf alveg róleg á babyfeverinu enda kornabarn sjálf. en gleðin sem yfirtekur hjartað manns þegar einhverjir sem að manni þykir svo óendanlega vænt um segja manni þessar fréttir er eins og að maður breytist í aðra manneskju. það fer um mig einhver fullkomnun og mig langar til að öskra af gleði. og svona er þetta bara þegar vinir mínir segjast ófrískir. jerimías! hvernig ætli ég bregðist við þegar ég lendi sjálf í þessu? enn og aftur, mjööööög róleg í því. þetta er bara eitthvað svo yfirnáttúrulegt og magnað. ætli þetta sé konan í mér sem bregðist svona við? því að þessi viðbrögð eru ofar mínum skilningi...
vona að flingið lesi þetta ekki, má örugglega misskilja þetta á marga vegu... það er deitið á morgun og ég bíð eftir því að kjörþögnin hellist yfir mig. best að drekka nóg af relaxing tei fyrir háttinn í kvöld. ég hlakka samt svo til og er með heila nýlendu af exótískum fiðrildum í mallanum...
bubbi morthens kom áðan í búðina og sótti boxarablaðið sitt. hann sagði svo að ég væri svo mikil elska að ég ætti að fá frí i vinnunni útaf góða veðrinu... hvað svo sem það þýðir. ég bar þetta undir yfirboðarann sem tók ekki í sama streng og bubbi.
see ya!
gestabók


Engin ummæli: