fimmtudagur

hæ!
ég brá mér á kaffihús með bryncí í gær þar sem að við stofnuðum sauma- og sexandthecityklúbb. við vorum svosum fyrir löngu byrjaðar að glápa á sexið saman en nú er það semsé formlegt. allavega... ég dreif mig svo heim til að vera örugglega búin að borða fyrir hálf 8 (oprah segir að maður verði ekki feitur ef maður passar það), bjó til túnfisksalat, tók úr vél og las í bók. kl. 9 byrjaði america´s next top model og ennþá jafn viðurstyggilegt en þó einstaklega skemmtileg afþreying. að sjálfsögðu var þessi sem tilheyrði flokknum "plus size model" kosin fyrst burt... gæti það verið, einstök tilviljun eða hvað? og hvers vegna er alltaf bara ein í þeim hópi? auk þess var ekkert "plus size" við þessa konu. og tyra banks heldur því virkilega fram að hún sé "plus size model". yeah right!!! svo var komið að því sem ég var búin að bíða eftir allan daginn með tilhlökkun í malla yfir, the l word!!!! og getiði hvað? fjárans skjár einn segir ekki orð, engar útskýringar eða neitt heldur rennir bara væluviðbjóðinum providence af stað. hvar var the l word? ég krefst útskýringa! og nú þarf ég að bíða í heila fjárans viku eftir konum í sleik. ég tryllist ef að djöfuls "skapahár á hausnum væmna providence" verður aftur í næstu viku þegar the l word á að vera.
see ya!
p.s. hvar er mamma?
gestabók

Engin ummæli: