miðvikudagur

þetta er semsé færsla sem átti að koma í gær, en tölvan ákvað að hegða sér dólgslega og hana nú!: mmmmmm... ég er að borða muffins með risastórum súkkulaðibitum. og talandi um súkkulaðibita og risa muffins þá byrjar einmitt hinn geðþekki þáttur í kveld á skjá einum, "america´s next top model". ég hlakka alveg ofboðslega til því ég fylgdist að sjálfsögðu með seinast, límd upp við skjáinn á miðvikudagskvöldum. það mætti líklega flokka þetta undir masókisma... en ég er nú samt alls ekkert bitur, ég er kannski ekkert súper módel en ég er heldur ekki fílamaðurinn. og svo rúsínan í pylsuendanum... tadara!!!!! muniði einhverntímann fyrr á þessu ári þegar ég minntist á þátt sem heitir the l word og talaði um að ég treysti á að skjár einn myndi færa mér hann? ja svei mér! ég hlýt að hafa einhver áhrif í algleyminu því þátturinn byrjar í kvöld!!!! og þetta er víst rosa hot & heavy lessuþáttur. sko, þó maður geti ekki borðað á veitingarhúsinu þýðir ekki að maður megi ekki skoða matseðilinn... (stanford úr sexinu á heiðurinn að þessari góðu setningu). þannig að, ekki hringja í mig eftir níu í kvöld.
og vitiði hvað? mamma kom svo ekkert í gær, svaraði ekki síma né neitt. mig grunar að hún sé að reyna að kenna mér lexíu fyrir að hringja aldrei í sig en kommon! konan er 49 ára og þetta er bara ljótt því ég get að sjálfsögðu ekki neitað fyrir það, en ég var nú hálf áhyggjufull í gærkvöldi. og þetta er nú ekki eitthvað sem ég myndi gera. ég kannski hringi sjaldan en ég segist ekki ætla að mæta og er svo bara no show... crazy lady!
svo er myrkfælnin mín bara að ágerast eða ímyndunarveikin öllu heldur. ég var í sturtu í gær og allt í einu fór ég að ímynda mér að hroðlega andlitið úr exorcist myndi gægjast inn um hurðina. og ég sökk bara dýpra og dýpra og ímyndaði mér að fyrst myndu hendurnar taka svona utan um hurðina og svo smátt og smátt myndi andlitið birtast. á endanum stóð ég bara starandi með sápuna lekandi ofan í augun á mér að syngja eitthvað lag með beck sem var það eina sem mér datt í hug. þetta var einhvers konar hámark firringarinnar...
jæja þá, ekki hætta að lesa samt þó ég sé að tapa vitinu...
see ya!
gestabók


Engin ummæli: