fimmtudagur

ola!
á morgun er förinni heitið út úr bænum í brúðkaup sem fram mun fara á laugardag. ég get bara ómögulega munað hvurt við erum að fara í þetta brúðkaup, ég og heitmaður minn en það eru þó ekki við sem erum að fara að láta pússa okkur saman. ekki strax litla skinn... en hitt veit ég þó að maður er víst einhverja 7 eða 8 klukkutíma að keyra á þennan stað þar sem að fjörið fer fram. ég, borgarbarnið kom nú bara af fjöllum þegar mér voru tjáðar þessar upplýsingar. ég hélt að það lengsta sem að hægt væri að keyra á íslandi væri í 5 tíma og þá myndi maður bara enda á akureyri. auk þess eru bara 3 eða 4 ár síðan ég gerði mér grein fyrir því hvar esjan er. ég er með athyglisbrest ef það breytir einhverju um álit ykkar á mér eftir þessar staðreyndir um fáfræði mína. ég er auðvitað að ýkja eins og ég geri venjulega í frásögnum en ég viðurkenni alveg að það er smá sannleikur í þessu... ætli við ökum bara ekki fram af landinu..?
ég kvaddi bestu vinkonu mína á þriðjudagskvöldið og skældi í handakrikann á henni því ég er svo meyr og hata kveðjustundir eins og kvikmyndastjörnurnar. hún flutti búferlum til danmerkur á sínum tíma til að vera þar við nám. og ég sem hata skóla... en hún er birtan mín og alltaf verður svo mér ber skylda til að fyrirgefa henni. en mikið óskaplega á ég eftir að sakna hennar. ég var ansi fljót að venjast því að geta talað við hana á ögurstundum en svo allt í einu... púff! engin meiri birta. en svon er nú það...
see ya!!!


Engin ummæli: