miðvikudagur

ég talaði illa um bissnessmenn, man ekki eftir því, en gerði það samt líklega. læknirinn tróð upp í munninn á mér og alla leið niður í kok einhverri skraufþurri íspinnastöng í gær. þetta var samt svona eins og stór útgáfa af íspinnastöng. svo hruflaði hann við öllu þarna í hálsinum á mér þangað til að ég var búin að missa niður allan dömuskap og eithvað af kúlinu og farin að kúgast óskaplega og tárast. þá fyrst fannst honum tilefni til að spyrja út í þægindi mín... svo skrifaði hann bara upp á pensilín og sendi mig burt. hann sá sem betur fer ekkert krabbamein sem að sjúkur hugur minn var búin að ímynda sér að væri að grassera í hálsinum á mér. en... pensilín er að mínu mati jafn djöfullegt og hákarlar og þess vegna er ég ekki par ánægð með þetta. en fokk it! þá kannski fer hálsbólgan ógurlega. og ég ekki einu sinni með kirtla.
gestabók

Engin ummæli: