sunnudagur

halló!
eins og þið lesið var ég ekki étin af hvali í gær. og andskotinn hafi það, ég sá ekki einu sinni hval. við sáum einu sinni uggana á þremur höfrungum sem voru að leika sér, það var rosa sætt og allt það nema að það var það einasta sem við sáum. fyrir utan bibba sem varð bara ímyndunarveikur af sjóveikistöflunum og sá moby dick í hverju horni og ég held að ég hafi bara orðið lasin af þeim. allavega líður mér stórundalega í líkamanum í dag. ekki nema að ég hafi ofkælst á trillunni. afsakið, en gæti ég nokkuð fengið endurgreitt? hvað er þetta með mig? mér finnst sjaldnast tilhlökkunarefni mín takast. maður þarf augljóslega að vera með krabbamein á lokastigi og búin að missa allt hárið með vefjahött og næpuhvítur í framan að láta langþráðan draum rætast til að líf manns sé nógu dramatískt til að fá að sjá nokkra hvali. og farastjórinn var kona augljóslega með kynlíf og tilheyrandi á heilanum því það eina sem hún talaði um var hversu stóran böll hvalir væru með og að höfrungar stunduðu kynlíf sér til ánægju eins og við og apar. og setningin "a feast down below" rann a.m.k. þrisvar sinnum af vörum hennar. for the love of god! en þetta var nú ekki alslæmt og óskaplega rómantískt. við hjónin vorum nú ánægð. ekki hlusta á mig. ég er bara með óráði og lasin.
við brugðum oss svo á grænan kost svona til að fullkomna daginn. ég er lengi búin að hlakka til að borða þar. baunabuffið er í miklu uppáhaldi hjá mér síðan að ég var að vinna þarna endur fyrir löngu. en auðvitað var það ekki í boði. einasta skiptið sem að ekki er baunabuff á boðstólnum og ég fer á grænan kost. tilviljun eða yfirgengilegt forsjónarhatur í minn garð? en ég fékk mér einhverja agalega huggulega fyllta burritos með grænmeti og tilheyrandi. voða gott og ég verð södd fram á miðvikudag.
þessi dagur er síðan alveg búin að tapast. til stóð að vakna snemma. arka heim frá mr. tinna og taka til. það er í fyrsta lagi viðbjóður heima hjá mér og í öðru lagi er stóra systir að koma í kaffi á morgun og kannski fleiri svo að maður vill nú hafa aðeins huggulegt. en hér í karlafaðmi er ég búin að vera í allan dag, slompuð og dáldið lasin. æji, ég nenni ekki að skrifa meir. er farin að sjá óskýrt...
see ya!

gestabók

Engin ummæli: