þriðjudagur

jæja. þetta er orðið aðeins betra. afsakið skapgerðarbrestina á föstudainn. málið er bara að ég þoli ekkert. ef ég er búin að eyða einum degi í að vera stressuð og kvíðin, þarf ég allavega eina kvöldstund í einveru og símaleysi. þannig er ég bara. ég er 25 ára líkami með anda 93 ára gamallar konu. það hljómar betur ef ég set þetta bara á reikninginn "að vera með gamla sál". nema hvað að seinustu daga, jafnvel vikur er búið að vera alltof mikill órói fyrir minn smekk. og auk þess líður mér verulega illa í vinnunni og langar mest til að hverfa úr starfi eða kannski hrinda einni manneskju niður stiga... síðan er það þessi sýning og opnunin er næsta laugardag bara svo þið vitið. nánar um það síðar. en mér finnst bara þessi illgresis hópur ekki vera nógu heilsteyptur og nokkrir mættu leggja sig betur fram. en svo má maður aldrei segja neitt. það kæfist í fjöldanum á íslandi að vera stundvís og ef þess sjást hin minnstu merki að maður vilji gera hlutina á réttum tíma er maður talinn óeðlilegur. ég er orðin þreytt á því... mig langar heim og undir sæng.

gestabók & jólaóskalisti 2004

1. sex & the city, 6. sería á dvd
2. jóganámskeið
3. kirsuberjaregnhlífin í tösku - og hanskabúðinni
4. ilmvatnið mania frá armani
5. fartölvutaska, stelpulega fyrir 12" tölvu
6. sex & the city bókin
7. bókin um ólöfu eskimóa
8. andy warhol skissubókin í pennanum
9. ljósmyndabókin untamed eftir steve bloom
10. emily strange peningaveski úr dogma
11. reykelsi úr exodus


Engin ummæli: