mánudagur

senn líður að jólum... 40 dagar ef við erum nákvæm. og undur og stórmerki hafa átt sér stað í of-troðna hausnum mínum... ég fór ekki að hugsa um jólin fyrr en um helgina nýliðnu. þetta er alger nýjung hjá mér því ég er venjulega farin að hugsa um, hlakka til og plana jólin í september og myndi líklega byrja í ágúst ef ég yrði ekki lokuð inni fyrir það. hvað er að gerast? ég nenni svosum ekkert að vera að amast yfir því, þetta er líklega hin besta þróun en nú er ég samt allt í einu orðin eitthvað stressuð yfir því að vera ekki búin að taka myndir fyrir jólakortið... það er sko planið, að hafa ljósmynd á öllum jólakortunum þetta árið. æ fokkit! ég er svosum með allt á hreinu og veit hvað ég ætla mér, það þarf ekki annað í bili. nú svo munum við hjónin eyða hátíð ljóssins í faðmi tengdafjölskyldunnar í svarfaðardalnum fagra og ég hlakka mikið til þess. ég ímynda mér að þar sé afar friðsælt á aðfangadag og þar sem mér lyndir ákaflega vel við tengdafólkið mitt og enn betur við manninn minn get ég ekki ímyndað mér annað en að þetta verði allt saman hin dásamlegasta upplifun.

ég nenni heldur ekki að gera óskalista, ég á og hef allt sem ég þarf. nema kannski útivistarföt fyrir vinnuna og heimsfrið, en maður vælir víst ekki um slíkt í jólagjöf nema kannski hjá mömmu sinni og forsjóninni. ég hef nefnilega komist að því að dömulegur klæðaburður minn sem ég neita að breyta bara af því að ég vinn á barnaheimili er kannski ekki alveg málið þegar kemur að útiveru. ég get alveg verið í pilsi og bol inni, allt í lagi með það en svo á ég ekkert rétt föt fyrir svona útiveru. ég er bara alltaf í pelsinum og hef verið í úti síðan ég byrjaði... það halda örugglega allir að ég sé alger plebbi. en það er eina virkilega hlýja yfirhöfnin mín og mér leiðist að vera með stöðugar áhyggjur af því að það sé grænn hor að klínast í pelsinn minn, svoleiðis bara gengur ekki. og auk þess er mér alltaf hrollkalt á leggjunum sem blaðka um í engu nema nælonsokkabuxum. brrrrrrrrr... mig langar doldið í svona flís-buxur, ansi sniðugt fyrirbæri. svo væri ekki verra að eignast góða úlpu, útivistarbuxur og kannski flíspeysu. mig hefur lengi langað í svoleiðis og ég held að ég sé ein af mjög fáum á íslandi sem ekki á flíspeysu. það virðist enginn vera maður með mönnum nema hann eigi flíspeysu, helst í öllum litum regnbogans. hvernig haldiði að mér líði? en þær eru auk þess fjandi hlýjar og af einhverjum ástæðum er reynt að komast hjá því að kveikja á ofnum á leikskólum og allir gluggar eiga hels alltaf að vera opnir. það hefur líklega með það að gera sem ég minntist á um daginn um það hvernig börnin þurfa endilega alltaf að gera allt á hlaupum... þeim verður örugglega bara svo heitt litlu skinnunum.

5 ummæli:

Móa sagði...

þú hefur sem sagt ekki lagt í gallana sem þeir skaffa oft...sé þig reyndar ílla fyrir mér í þessum "dömulegu" göllum!!;)

Tinna Kirsuber sagði...

Mér finnast þessir gallar viðbjóður og ákaflega trukka-lessulegir (að öllum ólöstuðum).

Nafnlaus sagði...

ég hlakka til jólanna!....

en ekki láta koma hor í pelsinn! það er klúður!

sjúmst Tinna krisuber

Nafnlaus sagði...

Hvað með að nota legghlífar, ég er mikill aðdáendi slíks fatnaðar og tel hann bráðnauðsynlegan þegar ég geng í pilsi að vetri til. Ég er jafnvel í bómull næst mér og svo ullar sem ná langt upp á læri í kuldanum sem geisar nú.

Tinna Kirsuber sagði...

Það er ákaflega vel til fundið... En hvar finnur maður legghlífar?