mánudagur

ég skil ekki afhverju okkur eru gefnar tilfinningar til að elska út fyrir okkar tegund, er ekki næg sorgin sem við þurfum að ganga í gegnum þegar mannanna börn deyja? en kannski er það bara ég sem er svona óeðlileg að elska dýrin mín svona mikið, allavega var ég ávítuð fyrir það í morgun og sagt að "taka mig taki". ég sé reyndar ekki hvað er rangt við það að syrgja hvítvoðung af kattakyni en ekki erum við öll steypt í sama mótið blessunarlega og erum hverju öðru ólíkara og auk þess hlýtur það að spila eitthvað inní að ég er eins og ég er, með alla mína galla og bresti. litla krílið hafði það ekki af... ég get ekki skrifað um það, mig langar ekki til að gráta meir enda er svosum lítið um þetta að segja, svona er þetta víst er mér sagt. ég vorkenni bara aðallega skaða sem leitar um alla íbúð skælandi eftir barninu sínu, kannski erfiðast að takast á við það. ég vildi bara að ég gæti sett inn myndirnar sem ég náði af anganum á lífi en eins og flest annað er síminn líka andvígur mér og mér tekst ekki að koma myndunum úr honum og í tölvuna. ég skil ekki þetta líf, ég skil ekki útá hvað það gengur.

* siríus eldjárn *
* f. 8. des. 2006 - d. 10. des. 2006 *

svo lítil og sæt með einstakt munstur í andlitinu. þú sofnaðir í lófanum á mér, einum lófa því þú varst svo smá. ég vildi að ég hefði haft kraftana til að halda í þér lífi, ég skil ekki afhverju þú varst tekin en ég verð að trúa því að þú sért á góðum og hlýjum stað núna með fullt af mjólk. litli engill...

Engin ummæli: