fimmtudagur

fimmtudagar eru leiðinlegir sjónvarpsdagar... það er yfir höfuð aldrei neitt í sjónvarpinu nema bandarískir spennuþættir með einhleypum gúmmítöffara-lögreglustjórum og ljóshærðum samstarfskonum sem breima utan í öllu sem inniheldur testósterón. nema ANTM kannski... svo mér datt í hug að glugga í bækur sem ég á enn eftir ólesnar eða öllu heldur teiknimyndasögubækur sem ég skrifaði á mig eftir að fyrrverandi samstarfskona mín í eymó fól mér það verk að skipuleggja og taka til í teiknimyndasögunum rétt áður en ég hætti. ég varð 7.500 kr. fátækari en fjórum teiknimyndasögum ríkari. reyndar hafði mig lengt eftir þeim um nokkurt skeið og ég læt mig það litlu varða þó peningarnir fari í bækur eða tónlist, það er leyfilegt.

við ætlum að kaupa jólagjafir um helgina og ég dauð-kvíði því því við þurfum í kringluna. ég er handviss um að kringlan sé byggð á gömlum indíána-grafreit því fjandinn hafi það, "væbarnir" þarna eru hrikalegir.

2 ummæli:

Fjalsi sagði...

Hvað meinarðu - Doc Martin og Sopranos : eðalefni!

Tinna Kirsuber sagði...

Ég sá í augnablik Doc Martin og þá var mamma hans að afneita honum sem mér fannst ekki mjög hressandi og svo er ég iðulega sofnuð þegar Sopranos byrjar. Þar hefurðu það!