laugardagur


í dag á hún "mini" mágkona mín, hún björk litla afmæli og pysjan er 16 ára hvorki meira né minna... til hamingju með daginn sæta!

ég get ekki munað hvað ég var að gera á 16 ára afmælinu mínu eða yfir höfuð þegar ég var 16 ára... jú! ég tók samræmdu prófin sem ég náði eftir mikla þrautargöngu, blóð, svita og tár... 5 í stærðfræði og dönsku, 6 í íslensku og 8 í ensku og ég var og er bara nokkuð sátt við það. ég fór til svíðjóðar um sumarið í 2 eða 3 vikur og vann í svona einskonar bæjarvinnu og bjó inná fjölskyldu. þar komst ég að því að sænsk ungmenni eru u.þ.b. fjórum árum á eftir í þroska miðað við okkur... að mínu mati þá. þ.a.l. hékk ég meira með tvítugu heimasætunni en þeirri 16 ára þar sem að hennar þroski var á við 12 ára barn og hegðunin eftir því. ég byrjaði á myndlistabraut í FB um haustið í geggjaðri persónuleika-krísu af því ég vissi ekki hvort ég vildi vera gella eða "gothari" og að endingu varð ég að einhvers konar "fusion" af báðu... um stund allavega. svo varð ég lesbía eða ég hélt ég væri það en það er allt önnur saga og hefur auk þess lítið með útlitið að gera. ég er ekki lesbía lengur eins og margur veit.

en í dag er ég svo þunn að mér er nokk sama um allt í heiminum. eða þannig... það gerðirst það sama og seinast, ég varð bara ÓTRÚLEGA veik. ég er augljóslega orðin gömul...

Engin ummæli: