þriðjudagur

burt sé frá því að ég sé pínu leið í vinnunni minni þá er þetta orðið verulega pirrandi... þessi veikindi altsvo. þetta tekur alltaf svo ótrúlega langan tíma að jafna sig og sama hversu oft ég fer til læknis og þeir senda pissið úr mér útum hvippinn og hvappinn í rannsóknir fæ ég engin svör og þarf bara að umbera þetta. og nú er komin vika! og ég vakna alltaf á morgnana með ótrúlegan sviða... það er mikið af allskyns sársauka sem maður getur umborið, mér er t.d. búið að vera illt í öxlinni s.l. 6 ár eftir að ég datt á hana, ótrúlegt en satt þá er hægt að detta á öxlina og ég hef bara ekki nennt til læknis bara til þess að láta segja mér að ég þurfi að sofa með teygjubindi í þrjár vikur... læknar eru upp til hópa ákaflega illa gefið fólk og ógetspakt á raunir sjúklinga sinna. svo er það náttúrulega tannpína... maður þraukar oft ansi lengi með henni. en þessi sársauki er af öðrum toga... hann heltekur hugann af því að þetta er svo óbærilegt. sviði eins og það sé verið að steikja mann á pönnu eins og eitthvert beikon og það er ógerningur að leiða þennan sviða hjá sér og enn síður virka nokkur verkjalyf á þetta. eini ljósi punkturinn sem ég sé við þetta er sá að sársaukaþröskuldurinn minn er orðinn jafn hár og toppurinn á dyrakarminum, ég mun væntanlega geta átt öll börnin mín án deyfinga... segi svona, ég voga mér ekki í alvöru að bera barnsburð saman við nokkurn sársauka sem ég hef gengið í gegnum. en mér þykir líka leiðinlegt að geta ekki farið í vinnuna útaf þessu, það bitnar á samstarfskonum mínum og auk þess er líka leiðinlegt að geta ekki staðið sig almennilega svona seinustu vikurnar áður en ég kveð þær stúlkur. en það er lítið við þessu að gera... lítið annað en að bíða. mér þætti vænt um ef þeir sem hata mig ekki myndu senda mér góða strauma, það mun kannski eitthvað flýta fyrir bötnun.

7 ummæli:

Fjalsi sagði...

straumarnir hlýju á leiðinni frá mér. ég vona að þeir berist.

HTB sagði...

Ég á alltaf slatta af góðum straumum í farteski og hika ekki við að dreifa þeim í áttina til þín.

Nafnlaus sagði...

ég sendi þér alla mína bestu batnaðar stauma..

...ætlaru á diskóið í félagsmiðstöðinni um helgina?

Tinna Kirsuber sagði...

Þakka ykkur fyrir góða fólk... Þetta virðist vera að virka, ég er allavega komin í vinnuna.

Kata: Ég var að spá í að kíkja í Tónabæ og drekka kardinommudropa... Ertu með? ;D

Nafnlaus sagði...

Htb benti mér á þessa síðu. Einlæg og falleg skrif. Sendi strauma alla leið frá Egilsstöðum.

Knúturinn.

Tinna Kirsuber sagði...

Takk fyrir það og vertu ávalt velkominn.

Nafnlaus sagði...

Prófaðu að fara í grasalæknabúðina þar sem gamla hattabúðin var á laugavegi. Þær eiga örugglega eitthvað gott handa þér í staðinn fyrir að vera að fara til þessa lækna. Sakar ekki að reyna...