sunnudagur

ég er andvaka og klukkan er rúmlega 4... um nótt þ.e. ég var reyndar vakin en andvaknaði ekki að sjálfsdáðum í þetta skiptið. sá sem vakti mig var ónefndur bröndóttur og hálfstálpaður kisi með stóran púng... hann var kominn hérna uppí rúm til okkar og virtist hafa orðið heillaður af mér við fyrstu sýn þar sem ég hef væntanlega legið, sakleysinginn og sofið einsog barn því hann var að nudda sér af mikilli áfergju upp við andlitið á mér með tilheyrandi mali þegar ég rumskaði. mikið myndi ég stundum vilja vita hvað fer eiginlega í gegnum hausinn á köttum við t.d. svona aðstæður... hvaða köttur fer uppí rúm hjá blá-ókunnugu fólki og fer að gera hosur sínar grænar fyrir því um miðja nótt? og enn frekar... hví vogaði hann sér hingað inn til að byrja með? en dýravinurinn ég á bágt með að vera vond við ferfætlinga svo ég var ekkert að epsa mig yfir þessu enda gerði litla skinnið engum mein, það var helst skaði eldjárn sem nota bene er minnsti núlifandi köttur sem ég veit um sem var eitthvað að ergja sig á þessari óvæntu heimsókn, ekki að það hafi haft nein áhrif á kattar-púnginn. þau hvæstu bara að hvort öðru á milli þess sem þó slógust um athyglina og titilinn "mesta krútt veraldar 2006"... ég kom branda aftur út en ég hefði satt best að segja ekkert á móti því að hann kíkti hér við endrum og eins fyrst mér er augljóslega ekki ætlað að eiga fleiri en einn kött verð ég bara að sætta mig við að fá alla hina sem mig langar til að eiga í heimsókn... auðvitað eftir þeirra hentisemi eins og köttum er tamt að hegða sér útfrá.

Engin ummæli: