sunnudagur


hæ!

í dag á hann hjörtur minn afmæli... þrítugs hvorki meira né minna. ég óska honum innilega til hamingju... til hamingju elsku hjörtur!!!

annars leiðist mér svo ég ætla að dunda mér við að fylla út tilgangslausar upplýsingar um sjálfa mig eftir forskrift úr fréttablaðinu... here goes:

hvað er að frétta?
-allt gott bara... mér er u.þ.b. að batna og ég hlakka til að fá örninn minn heim í dag frá akureyri.

augnlitur:
-brún/grænn.

starf:
-bókabúðarstúlka.

fjölskylduhagir:
-dásamlega vel lofuð erni "fire-iron" og saman eigum við kettina dimmalimm og skaða eldjárn.

hvaðan ertu?
-héðan og þaðan en aðallega úr reykjavík.

ertu hjátrúafull?
-upp að vissu marki.

uppáhalds sjónvarpsþátturinn:
-contender, ANTM, ER, i should´nt be alive, seconds from disaster, britains worst pet og fjandinn hafi það ef ég hef ekki dottið kylliflöt inní rockstar: supernova.

uppáhalds matur:
-fiskisúpan hennar steinu, burger king og mexíkóskur og indverskur matur.

fallegasti staður:
-hjörleifshöfði og svarfaðardalurinn.

ipod eða geislaspilari?
-hvorugt. bara tölvan.

hvað er skemmtilegast?
-vera með erni, bæta sjálfa mig og læra nýja hluti.

hvað er leiðinlegast?
-geðsjúkar *********** konur.

helsti veikleiki:
-of stórt skap, óþolinmæði og helíum-rödd.

helsti kostur:
-hvar á ég að byrja...? ég er vel gefin, fyndin, ljúf og góð að ógleymdu því að vera "dead sexy" og fögur. auk þess er ég frábær kokkur.

helsta afrek:
-að hafa nælt mér í össa og BA gráðu.

mestu vonbrigðin:
-að missa stjórn á skapinu þegar það er óþarfi og að vera þunglynd.

hver er draumurinn?
-giftast erninum mínum, eignast eitthvað af afkvæmum, hús útí sveit, verða rithöfundur, sættast við sjálfa mig og deyja hamingjusöm.

hver er fyndnastur?
-örninn minn.

hvað fer mest í taugarnar á þér?
-yfirlæti, ósanngirni, óheiðarleiki og geðsjúkar *********** konur.

uppáhalds bókin:
-east of eden e. john steinbeck

hvað er mikilvægast?
-að hætta aldrei að læra og vinna stöðugt í því að bæta sjálfið en það mikilvægasta af öllu er að hafa gott fólk í kringum sig. en það er síður en svo vöntun á því í kringum mig...

þar hafiði það! ég er svaka hress í dag...

5 ummæli:

Fjalsi sagði...

takk fyrir það tinna mín

HTB sagði...

Þar sem ég er forvitinn maður að eðlisfari, langar mig að vita, hví East of Eden?

Tinna Kirsuber sagði...

Af því að þetta er bera besta bók sem ég hef lesið, það er einhvern veginn allt í henni, allar tilfinningar og mjög góð saga og hún hélt mér við efnið allt til loka. Ég á náttúrulega svona 10 uppáhalds bækur en ég nennti ekki að skrifa þær allar... East of Eden kom bara fyrst uppí hugann á mér, hún er eftirminnileg. Er þetta nógu gott svar?

HTB sagði...

Þetta er bara ljómandi gott svar. Hún er reyndar búin að vera í hillu hjá mér í áraraðir og er ein af þessum bókum sem "ég er alveg að fara að lesa" en les samt ekki. Þær eru ansi margar, bækurnar, sem hafa fengið svipuð örlög.

Tinna Kirsuber sagði...

Iss! Lestu þessa!