mánudagur


vá!!! heil vika án skrifta... það hefur ekki gerst í háa herrans tíð. ég hef líka ekkert verið með hugann á réttum stað...

en eins og glöggir lesendur og vinir vita erum við hjónin á leið út til amsterdam eld-snemma í fyrramálið í tíu daga rómantíska sumarferð... í 30 stiga hita og ég á eftir að vera úrill og sveitt á efri vörinni allan tímann. grín... það eru allavega fjórir hollendingar búnir að deyja úr hita í sumar og ég vona að ég verði ekki fyrsti túristinn. það er annars allt komið á hreint nema niðurpökkunin en bláa RISA ferðataksan getur hætt að kvelja okkur eftir nokkrar stundir... börnin og húsið komin með fínustu pössunarpíu, hana dóru litlu mína og að skipulögðum tinnískum sið er ég búin að merkja inná kort alla þá staði sem við og ég höfum áhuga á að skoða í amsterdam en ég gerði ekki þegar ég bjó þar. mikið vona ég að allt þarna verði yndislegt... ég get í það minnsta ekki beðið eftir að komast út úr þessu rotnandi hugarástandi sem að reykjavík og elsku ísland stundum hjálpa manni að skapa í huganum. örugglega mest ég samt... mig vantar bara frí frá hversdagsleikanum.

en ég get heldur ekki beðið eftir því að koma heim af því að þá brunum við nánast beint, eins og ég hefi áður nefnt til dalvíkur eða í svarfaðardalinn ljúfa eða til dalvíkur eða bæði til að upplifa fiskidaginn mikla. ég mælist til þess að allir reyni að koma í það fjör... ég ætla allavega að verða geggjað full (og vona að ég þurfi ekki að deyja örlítið daginn eftir útaf þynnku), éta fisk og djamma með erninum mínum og öspinni litlu og restinni sem er engin rest af tengda-klaninu.

það hefur gerst núna í tvær nætur, ekki í röð þó að mig hefur dreymt talsvert af mannaskít... það angrar mann ekkert sérstaklega í draumum að vera umvafinn skít en nú spyr ég... hvar er peningurinn!?!?! eiga ekki svona kúka-draumar að tákna að manni muni brátt áskotnast einhver péníngur? ég gef þessu viku en frjáls framlög eru vel þegin...

en nú lýk ég þessu hér með í bili og kveð ykkur. ég vona að þið hafið það öll gott í fjarveru minni og ekki fara til eyja um verslunarmannahelgina... sá staður er sódómísk útópía og leiðir ekki til neins nema upplifunar á volæði.

fyrir mína hönd, rinnu (the EVIL alterego), míns fagra sjálfs (hin sanna ég) og arnarins míns segi ég: over & out!

p.s. ég drekk te í morgunmat á hverjum morgni og ég HATA... HATA þegar bandið slitnar af tepokanum og ég þarf að veiða hann rennblautan uppúr bollanum og henda honum rennblautum í ruslið.

14 ummæli:

gulli sagði...

mig dreymdi um daginn að ónefndur frændi minn hefði drullað yfir sig allan á almannafæri og ákveðið í framhaldinu að stytta sér aldur fremur en lifa í skömm

Ösp sagði...

Já maður ég held að það sé einhver hönnunargalli í melrose tepokunum! hann rifnar alltaf eitthvað þegar ég er að losa endan frá pokanum.. algjörlega ekki hægt að lýsa þessu sem ég er að tala um en nevermind.. hlakka svo til að fá ykkur í fiskigleðina!! og ekki væri það verra ef þið gætuð komið á "giggið" okkar þremenninganna á fimmtudeginum;)
góða ferð annars dúllurnar!!

a.tinstar sagði...

æji kommentið hér á fyrri pistli átti við þennan...

Tinna Kirsuber sagði...

Hahaha! Sæta nafna... Núna mun ég pottþétt kaupa eitthvað handa þér með kanínum á :D

Ösp: I´ll do what I can með að koma á fimmtudaginn ;)

Gulli Gulli! Hver skeit á sig?

Tinna Kirsuber sagði...

P.S. til nöfnu TINNU... Kosturinn við tepokana er einmitt bandið að mínu mati. Með því getur maður undið dropana úr pokanum en þarf ekki að henda þeim rennandi blautum í ruslið. Ætli þetta tengist ekki einhverri geðveilu í mínu tilfelli...

Móa sagði...

Góða ferð Tinna mín og vonandi eigið þið dásamlegt frí þarna í feneyjum norðursins... Ég hlakka til að vinda nokkra dropa úr tepoka og ræða við þig í rólegheitunum. Móa

gulli sagði...

ég veit ekki hvort honum sé vel við að ég flaggi nafni hans í þessu niðurgangs-samhengi á opinberum vettvangi. segi þér það seinna.

kveðjur til útlandsins

tobba sagði...

Bið að heilsa Amsterdam! Góða skemmtun!!!

dora wonder sagði...

ooo, ég er líka geðveikt spennt að vita hver niðurgangsfrændinn er, þykir hann þó helst til dramatískur að geta ekki horft framan í heiminn eftir þetta, kippir nokkur sér upp við annað eins?
góða ferð tinna mín og hafið það óskaplega gott. krílin hafa það gott og fá nóg að borða :-)

Nafnlaus sagði...

Þig dreymir skít og ert á leið til Amsterdam, hmmm, erfitt að túlka þennan draum...iii. Treysti því að þú harrasir starfsfólk bókabúða þar í borg með allskonar túristalegum spurningum ;o) Góða skemmtun!

Tinna Kirsuber sagði...

Takk allir saman. Tid erud eins og endranaer... Einstok!

Nafnlaus sagði...

Nice site!
[url=http://tovnnnxc.com/jmmm/eetg.html]My homepage[/url] | [url=http://dtliljaj.com/epbt/omuz.html]Cool site[/url]

Nafnlaus sagði...

Nice site!
My homepage | Please visit

Nafnlaus sagði...

Nice site!
http://tovnnnxc.com/jmmm/eetg.html | http://rqpwvfmd.com/olvt/cwde.html