miðvikudagur

það er doldið mikið að gera núna en ég skelli inn jólaávarpi og "best of kirsuber 2006" lagalistanum fyrir norðurförina sem er áætluð eldsnemma á þorláksmessumorgunn. þ.e. ef veður leyfir, mér skilst að fjandinn muni ganga laus um allt land veðurfarslega séð þann dag. ég vona ekki, mér er meinilla við að sitja í bílum í vondum veðrum eftir bílslysið þarna í denn, gott ef það eru ekki 10 ár síðan. en við vonum það besta og örninn minn er auk þess öruggasti ökumaður sem ég veit um, þetta ætti að verða í lagi. annars verðum við ösp bara skælandi í handakrikanum á hvor annarri... ég er annars eiginlega búin að öllu fyrir jólin nema að skrifa jólakort til bræðra minna og kaupa jólagjöfina hans össa. ég lýk því í kveld... lifið heil í bili!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það verðið að fara varlega!!!!! krúsjal jólaatriði að þið séuð í lagi! ;)