þriðjudagur

jæja... þá er ég búin í vinnuviðtalinu og í banka-útréttingum. vinnuviðtalið gekk vel að ég held... í það minnsta tókst mér að koma þeim sem tóku viðtalið til að hlæja nokkrum sinnum, það hlýtur að vera gott. ég er reyndar líklega ein lélegasta manneskja í heimi í að vera formleg enda trúi ég því í einlægni að einlægni og að vera maður sjálfur komi manni lengst í lífinu, ekki einhver plebbaskapur, andstyggð og undirferli. svo er maður náttúrulega bara til sýnis í svona viðtölum, það er verið að mæla mann út hátt og lágt í öllum vandræðalegu þögnunum en ég hlýt að skora hátt þar enda er ég með eindæmum krúttileg og sæt og tala eins og strumpur. hver elskar ekki strumpana?

bankinn gekk líka vel enda lítið annað að gera en að pára nafnið sitt niður á einhvern pappírs-slagbrand sem fylgir mér svo næstu 5 árin og nú get ég haft aðeins minni áhyggjur af gulum miðum og skuldum... það er nú annars meiri lúxusinn að vera þjónustufulltrúi finnst mér... ég var mætt í bankann um kl. 9:40 en eins og margur veit opna bankar á þeim undarlega tíma kl. 9:15 en þegar ég kom þangað voru bara allir í kaffi og ég þurfti að bíða í heilar 20 mínútur eftir því að kasólétti þjónustufulltrúinn minn skilaði sér til baka. þau byrja því greinilega daginn þarna á því að demba sér í kaffi... ekki amalegt það.

1 ummæli:

Ágúst Borgþór sagði...

Allir sem eitthvað kannast við þig Tinna vita að þú getur komið fólki til að hlæja að virðist fyrirhafnarlaust. En drottinn minn dýri, ekki treysta um of á einlægnina í hörðum heimi.