mánudagur


vei!!! við eigum nýjar "græjur"!!!... ef græjur skyldi kalla. maður kallar þetta eiginlega ekkert græjur lengur, þess vegna lét ég þetta innan gæsalappa. okkar "græjur" eru bara tveir hátalarar og bassabox tengt við tölvuna okkar. við fundum þetta á svo agalega "billegu" verði í BT að við skelltum okkur á eitt stykki... eða þrjú enda ómögulegt að geta ekki hlustað á tónlist í almennilegum gæðum þegar við bæði erum svoddan tónlistarunnendur. tónlist er jú áburður fyrir lífið... að mínu mati allavega. og að öllum ólöstuðum held ég bara að brotthvarf hinna græjanna hafi svo sannarlega verið fyrir bestu þegar allt kemur til alls. svona getur lífið verið ágætt... eintóm lán í óláni.

undanfarið hafa verið í gangi miklar og naðsynlegar umræður um notkun geðlyfja og bara geðlyf yfir höfuð í landi voru. sem neytandi geðlyfja hef ég að sjálfsögðu skoðun á þessu... ég er ekki á neinum lyfjum útaf röddum í hausnum á mér eða þ.h... hjálpi mér og gluði sé lof! ég er á einhverjum sem eiga að vera kvíðastillandi og gera mann eitthvað áhugasamari og glaðari gagnvart lífinu... ég get ekki séð að fram að þessu hafi þau virkað, satt best að segja finnst mér ég alveg jafn mikill gallagripur, með eða án lyfja en ég er alltaf að vona að ef ég tek þau samviskusamlega inn þá kannski, bara kannski fari ég að finna einhverja breytingu. ég tek fram að jákvæðni er ekki einn af mínum "betri" eiginleikum... og nú er sagt að regluleg viðtöl hjá geðlækni eigi að hjálpa manni og þá enn frekar en þessi fjárans lyf... AGAIN þá hef ég líka reynt það. var hjá geðlækni í 3 ár og ég nenni ekki að skrifa það sama og ég skrifaði um lyfin. en það er það sama. og þó... ég lýg. auðvitað hjálpaði það mér eitthvað að vera hjá geðlækni. það opnaði augu mín betur fyrir því sem þarf að gera við og benti mér á ástæðurnar fyrir oft á tíðum vanlíðan minni. það gerir manni merkilega gott að vita nákvæmlega ástæðurnar fyrir því að manni líður oftar illa í sálinni en öðru fólki, það auðveldar að finna lækninguna... ókei, það hjálpaði mér helling að vera hjá geðlækni í 3 ár. ég var bara komin á eitthvað annað stig eftir þann tíma sem bara einhver annar eða kannski bara ég getur hjálpað mér í gegnum. en hvað um það... ástæðurnar fyrir því að fólk er að éta töflur, einhverja geðlyfja-kokteila til að halda sér á floti og "fúnkera" í nútíma samfélagi í staðinn fyrir að eyða þeim langa tíma sem það getur tekið að lækna geðsjúkdóma í reglulegum viðtölum hjá þesslags læknum er sú að þetta sama nútíma samfélag býður enn ekki uppá það. a.m.k. ekki íslenskt. geðsjúkdómar hverslags eru enn litnir mjög miklu hornauga hér og vanþekkingin og óttinn gríðarlegur. fólk er eiginlega bara feimið, ef svo má segja við geðsjúkdóma. og hér má ekki nokkur maður missa dag úr vinnu án þess að vera álitinn aumingi og hvað þá þegar um geðsjúkdóma er að ræða eins og að "vinnan skapar manninn" sé eitthvert "manifesto" hjá þessari þjóð. og lausnirnar eru af skornum skammti og geta verið mjög tímafrekar og þess vegna kýs fólk og er hálf partinn neytt til að "lækna" sig með einhverjum djöfuls andstyggðar lyfjum. svo það þurfi ekki að takast á við að fólk forðist það ef ske kynni að því liði óvart illa þann daginn og svo það missi ekki vinnuna.

en nú er minn fyrsti vinnudagur á hagaborg að baki og ég hreinlega ljóma af gleði og ánægju... jafnvel hamingju. kvíðinn fyrir þessu fór auðvitað að gera vart við sig eins og við var að búast snemma um helgina og ágerðist svo bara og í morgun vaknaði ég með kvíðahnút, klukkutíma áður en vekjaraklukkan hringdi og hugsaði allan tímann um (og gældi við) afleiðingar þess ef ég hætti nú bara við að mæta alveg þangað til ég stóð fyrir utan leikskólann... mér tókst að labba inn... vei! þetta er allt annað en ég átti von á og mun muuun betra en ég hafði þorað að óska mér. kannski er þetta svo bara málið fyrir mig þegar öllu er á botninn hvolft... máske hef ég fundið mína réttu hillu í lífinu. ein geggjað bjartsýn eftir EINN dag... langar svo kannski bara til að hengja mig eftir vikuna. vonum ekki allavega... en í dag fannst mér þetta frábært og stýri ég nú 7manna gáskafullum stúlknahóp, hver annari krúttilegri. um leið og ég verð búin að læra inná hvað má og hvað má ekki, hvað þau heita öll og hvernig og hvenær á að vera ákveðin verður þetta frábært held ég. ég var m.a.s. segja komin með nokkra "áhangendur" í lok dags sem voru ólm í að faðma mig, sitja hjá og vera nálægt mér. það er röddin held ég... en sama hvað það er þá iljaði það mér í hjartanu og gerði mig meyra og glaða í senn. maður hlýtur að vera ágætis mannvera ef börn hafa áhuga á að sýna manni blíðuhót. og þau eru bara svo fyndin og skemmtileg og krúttileg og sæt... ég gæti setið tímunum saman og bara horft á þau dunda sér og eiga í samskiptum við hvort annað. merkilegar litlar mannverur sem einhvern tímann verða "við"... og einu sinni vorum við eins og þau. þetta þýðir þó ekki að ég hafi hug á barneignum alveg á næstunni. en þó með tíð og tíma.

þetta er handa mömmu: hvað með að breyta gamla "beisinu" í fanganýlendu? sjálfsþurfta hegninga-nýlenda... ég fékk þessa hugmynd eftir að ég sá ÓHLEKKJAÐIR á kvikmyndahátíðinni nýliðnu.

8 ummæli:

tobba sagði...

Já þú stóðst þig með prýði í vinnunni í dag!
Held að þú verðir hinn ágætasti kennari.
Ef það er eitthvað, einhverjar spurningar eða bara hvað sem er, þá er ég ávalt tilbúin að gera allt sem ég get til þess að hjálpa þér! ;)

Nafnlaus sagði...

Frábært hvað fysti dagurinn gekk vel Tinna mín,þú greinilega höfðar til litla fólksins og átt eftir að verða þeirra uppáhalds-kennari
elskan mín,
kveðja ,,Eymó-systir´´

Tinna Kirsuber sagði...

Þakka ykkur kærlega fyrir... Og takk Tobba mín, ég tek þig á orðinu :D

Móa sagði...

já nú er ég hissa og til hamingju með nýju vinnuna. Ég veit að þú munt standa þig vel með smáfólkinu og þau muni njóta góðs af samvistum með þér. Nú er ég flutt á mitt eigið heimili, langar mikið til að hitta þig jafnvel sýna þér litlu höllina okkar og bara ræða heimsmál og fleira.

Ágúst Borgþór sagði...

Ég er alltaf jafnhissa á því hvað íslenskir leikskólar eru góðir, miðað við laun og hvað stór hluti starfsfólks er ekki fagmenntaðir leikskólakennarar, og ekki síst miðað við manneklu sem oft er. - Ég byggi þetta aðallega af reynslu sem ég hef af leikskólagöngu krakkanna minna tveggja (strákurinn var á Hagaborg fram til 2004). Frábærir leikskólar fullir af ánægðum börnum. - Kannski eru svona ráðningar eins og þú varst að fá ein af ástæðunum. Það hljómar a.m.k. alveg príma að ráða myndlistarkonu til að kenna krökkunum.

Var ekki gaman að fá eitt svona miðaldra komment?

Tinna Kirsuber sagði...

Alltaf gaman að fá komment, hvort séu þau miðaldra, byrjaldra eða endaldra skiptir engu. Svo framarlega sem þau eru vinsamleg og útá það hef ég ekkert að setja hvað varðar þín komment kæri vin.

Nafnlaus sagði...

Það var gaman að fá þig í morgunheimsókn! :) gerum þetta reglulega... alla fimmtudaga þá þarf ég að vakna snemma!!

sjáumst Tinnbert kirsuber

Nafnlaus sagði...

Það var gaman að fá þig í morgunheimsókn! :) gerum þetta reglulega... alla fimmtudaga þá þarf ég að vakna snemma!!

sjáumst Tinnbert kirsuber