miðvikudagur


það er "burger"- og módelkveld með tjarnar-systkinum í kveld... ég reyni að sporðrenna einum vel steiktum ef mér tekst. matarlistin hefur yfirgefið mig enn eina ferðina en ég held það sé frekar útaf jóla-kitli en einhverju öðru. ég ætla að gera "to do list" yfir það sem ég á eftir fyrir jólin (sem er nokkurn vegin allt) til að halda ró minni.

á föstudaginn förum við á jólatónleika til að hlýða á öspina litlu þenja sín "angelísku" raddbönd. ef það væri nú snjór í höfuðborginni væri þetta fullkomin blanda af jólaskapi myndi ég ætla.

ég hef annars ekkert að segja, ekki sem ég nenni að eyða tíma í að rita niður enda er ég líka í vinnunni... ég myndi mest vilja kúra undir sæng í handakrikanum á erninum mínum akkúrat þessa stundina, kitla í skeggið hans og brosa að lífinu.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

gott að maður þekkir þá einhvern á þessum tónleikum!

Passaðu þig bara að setja ekki óþarfa á to-do listann.... það kallar á vandræði!

Nafnlaus sagði...

Ég er alveg hætt að gera svona to-do lista, maður verður bara stressaður og fúll út í sjálfan sig. Þrif eru fyrir vitleysinga og kökur fást í bónus. Handakrikakúr er miklu skynsamlegri kostur.

Tinna Kirsuber sagði...

Hahaha! Þú berð nafn með rentu mín kæra!