miðvikudagur


prump... ég nenni eiginlega ekki að blogga lengur.

en allavega samt... ég er komin með flensu og að því er virðist óstjórnlegan hnerra sem lýsir sér svo að ég má vart vera í birtu þá fer mig að klægja óskaplega í nefið sem endar svo með einhverri maraþon hnerra-rassíu. ég hnerra samt geggjað krúttilega... það segir erna allavega. ég er nú ekki gæfuleg... ekki búin að vinna á leikskólanum í mánuð og strax komin með flensu... og hún er búin að vera u.þ.b. tvær vikur að gera sig tilbúna, eða ég er búin að finna fyrir ýmsum flensu-einkennum s.l. tvær vikur. það var reyndar búið að vara mig við þessu og segja mér að við væri að búast að maður yrði doldið lasinn svona fyrst þegar maður byrjaði að vinna á leikskólum. ætli það sé ekki græni horinn úr börnunum sem þau eru að klína í mann daginn út og inn... skiptir engu! þetta er ekkert alvarlegt, ég er aldrei lengi að jafna mig á svona smá-flensum. ég verð heima á morgun og næ hitanum úr mér og svo mæti ég hress á föstudaginn. allt í góðu... mér finnst samt dulítið merkilegt að ég var líka með flensu fyrir akkúrat ári síðan. ótrúlegt!

flensa... undarlegt orð. tinnuflensa: þurr hósti, nefrennsli, líkams- og augnverkir og hiti (aldrei þó mikill. veit ekki hvort það er gott eða vont). sérstaklega pirrandi eru líkams- og augnverkirnir... líkaminn er eins og útúrstunginn nálapúði, allur viðkvæmur fyrir snertingu og svo er mér heitt í augunum og finnst eins og þau séu að hrynja úr tóftunum á mér. eða frekar að poppa úr tóftunum á mér...

ég vildi að maður fengi svona samræmanlega flensu með manninum sínum... það er leiðinlegt að vera ein veik.

en bara svo þið vitið þá finnst mér frábært í vinnunni. ég er búin að ná öllu um 95% og það gengur vel þó ég hafi verið með nagandi samviskubit í fyrstu yfir því að þurfa iðulega að vera að brýna raustina á börnin. það er næstum ógerningur að fá þau öll til að hlýða og þegja á sama tíma. og svo hafa þau einstaklega mikla "tendensa" til að þurfa endilega að gera allt hlaupandi. þau eru alltaf hlaupandi... afhverju börn þurfa að flýta sér svona mikið skil ég ekki. en þau eru dásamleg... ótrúlega skemmtileg og merkileg og hlý og góð. og dagarnir þarna líða alveg yfirgengilega hratt... ég er svo mikið barn sjálf að mér líður bara eins og ég sé á leikskóla... sem er örugglega bara gott en ekki merki um að ég sé þroskaheft.

annars byrjaði það að læðast að mér fyrir nokkrum dögum þetta með að fullorðnast. ég er ekki viss um að ég sé tilbúin...

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að heyra að þér líki leikskólinn en leiðinlegt með flensuna. Góðan bata.

Tinna Kirsuber sagði...

Takk ljúfan. Mig langar til að hitta þig...

Dilja sagði...

mig langar e-n tíma að vinna á leikskóla... maður getur lært svo afskaplega mikið af börnum;) 90% sköpurnargleði hjá þeim...2% hjá "okkur fullorðnu"

...ekki hætta að blogga!

diljá símalína (er með edit piaf hringinu)

HTB sagði...

Það að vera lasin á sama tíma og makinn er krúttleg hugmynd þar til annað hvort ykkar segir, "Jæja, hver á að fara út í búð og kaupa í matinn?"

tobba sagði...

Takk fyrir kvöldið! Mér finnst frábært hvað það gengur vel í vinnunni hjá þér! Enda er þetta frábær vinna, ég sakna krakkana mikið ef ég er ekki búin að koma lengi, verð örugglega að vinna svolítið mikið á næstunni :)
Ég óska þér góðs bata og mæli með því að þú verðir heina þar til þú ert búin að ná þessu allveg úr þér, það er svo erfitt að mæta slappur í þessa vinnu og hættan á því að manni slái niður er mikil!
Vá þetta komment er orðið svolítið langt, ég held ég hafi sagt meira hér en í heimsókninni áðan, svona virkar sjónvarpið á mann.

Nafnlaus sagði...

Æji ég er orðinn einhver ofurbeiler á model-kvöld! það er ömurlegt!en nú eru flest stór verkefni búin og ég get verið þáttakandi í lífinu á nýjan leik! :)

sjáumst vonandi fljótlega kirsuber! kisskiss

Tinna Kirsuber sagði...

Ég vona að öll verkefni hafi gengið vel hjá þér Kata mín. Það er náttúrulega miðvikudagur í næstu viku, þá geturðu bætt mér þetta upp :D Kv. Tinnbert.