mánudagur

hæ og afsakið. ég missti aðeins stjórn á skapi mínu í gær eftir donnie darko en ég er sko með fyrirtíðarspennu. ég er viss um að ég hefi áður sagt ykkur hryllingssögur af þeirri helvísku viku sem fyrirtíðarspennan stendur að jafnaði yfir í.
annars ætla ég að tileinka þetta skapbetra blogg stóru systur sem átti afmæli á föstudaginn. ég læt mér það nægja að segja hana stóra því fyrir ári gerði ég henni þann grikk að segja hvað hún væri gömul. og mér skilst að konur séu viðkvæmar fyrir aldri sínum. ég er ekki viðkvæm fyrir aldri mínum á þann hátt sem eðlilegur þykir heldur fer það afskaplega í taugarnar á mér að enginn trúir að ég sé 25 ára. það halda allir að ég sé 17 ára og tala þannig við mig. meira að segja fólk sem veit hvað ég er gömul. furðulegt!
og brad og jen bara skilin! þar fer allt það góða sem ég áður trúði á í vaskinn.
á föstudaginn fór ég í matarboð og á laugardaginn fór ég í brúðkaup. systir mr. tinna var að gifta sig. mér finnast brúðkaup ómótstæðilega heillandi og dreymir mig sjálfa langa dagdrauma um það þegar ég verð svo heppin að ganga niður kirkjugólfið hönd í hönd við skotapils-klæddan stjúpföður minn, vonandi í áttina að mr. tinna. og ég viðurkenni að í kirkjunni fékk ég kökk í hálsinn og tár í augun sem ég náði þó harneskjulega að láta ekki skemma meiköppið. mig langar óskaplega mikið til að líf mitt fari að gera eitthvað skemmtilegt fyrir mig. og mér finnst ég pínulítið vera að hellast úr einhveri sjálfskaparlest. ég öfunda alla sem eru að gifta sig og eignast börn, á góðan hátt samt. ég gnýsti ekki tönnum af öfund heldur samgleðst af öfund. bara lítil öfund eftir því að vilja vera komin á þennan stað. ég t.d. trúi því að þrátt fyrir glopótt uppeldi mitt og furðulega foreldra verði ég fær um að vera mjög góð móðir og ástrík. þar sem að ég fylltist vanmætti og vonleysi yfir aðstæðunum á laugardag, þetta með lestina og það allt ákvað ég að bregða fæti fyrir mr. tinna og leggja undir hann smá próf. sem hann vissi samt ekki að væri próf. ekki dæma mig og ekki segja. þetta var í þágu okkar beggja. ég sagði honum semsé á laugardeginum eftir brúðkaupið að ég myndi aldrei vilja giftast. ég sá að það kom á piltinn en hann sagði samt ekki orð. svo í gærkveldi þegar við vorum að taka á okkur náðir og ræða málin eins og við gerum oft og er ástæðan fyrir baugum mínum og morgungremju spurði litla skinnið mig hvort ég væri alveg viss. ,,villtu aldreiiii giftast?" ég hugsaði inn í mér; ,,jesssss!!! :D" en sagði; ´,, jú elskan mín, auðvitað, en bara þér".
see ya!

gestabók

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hjúkkit að þetta með giftinguna varð ekki lengra "grín" en bara rúmur sólarhringur!! Kv.Svanhildur