þriðjudagur

æjj. mér er illt í olnboganum eftir að hafa talað of lengi í gsm símann við móður mína áðan. örugglega líka komin með heilaæxli. en nú er ekki tími til að vera svartsýnn, heldur tími til að gleðjast því áðan fór ég og talaði við háskólafólkið og þau eru svona sva fyrir mér að ég er barasta að fara að byrja í einskonar fornámi næsta haust í háskólanum. ég er auðvitað ekki að ætlast til að fljúga algjörlega frítt beint inn í ma námið. ég er bara óskaplega glöð að fá að taka nokkra grunnkúrsa svona uppí. mikið hlakka ég til. ef ég hefði ekki verið að rembast svona við að vera fullorðins í viðtalinu hefði ég skríkt og flissað af spenningi allan tímann. jeijjjjjj! ég hlakka svo til að byrja í skólanum!!!! ég ætla að fara í stúdentapólitíkina og skrifa áræðna pistla í stúdentablaðið um hana valdísi árans gunnarsdóttur.....
see ya!

gestabók

Engin ummæli: