miðvikudagur

stundum þegar mér leiðist í vinnunni leik ég mér að því að kvelja sjálfa mig með því að ímynda mér að tíminn sé hættur að líða. það er sérstaklea áhrifamikið rétt eftir hádegismatinn þegar það eru meira en 4 klukkutímar eftir af vinnunni. þá ímynda ég mér þetta, að tíminn hætti að líða og finn hvernig ég fyllist áþreifanlegri angist. ég hugsa um þetta þangað til að angistin er orðin svo óbærileg að það ætlar mig að græta. þetta er dáldið skrýtið og ég veit ekki af hverju ég geri þetta en ykkur að segja þá veit ég ekkert verra en að ef tíminn hætti að líða. þá væri þessi stund alltaf sú ömurlegasta.
annars fór ég á sideways í gær með gullanum mínum. mmmmm..... gulli minn. og það er alveg hreint afbragðs mynd, ég á bara ekki til orð ég er svo yfir mig hrifin. og thomas haden church er nýji uppáhalds leikarinn minn. hann er ótrúlega góður leikari. hef samt séð hann áður og ekki þótt hann neitt merkilegur pési þá en þetta hlutverk fangaði gjörsamlega hans hæfileika. eins og þegar hann grætur á hótelherberginu. það er merkilegasti leikur sem ég hef á ævinni orðið vitni að. allavega einn af þeim. þetta er nú líka sami leikstjóri og að about schmidt sem er ein af uppáhalds myndunum mínum. andskotans segi ég, ANDSKOTANS! þetta var svo góð mynd.
see ya!

gestabók

Engin ummæli: