mánudagur

hæj!
jæja, ég er ánægð. ég er hætt að fá aukaverkanir af þessum "moodelevator" sem ég var að byrja á. var veik mestan hluta af allri seinustu viku útaf þessum andskota. nú er bara að bíða fram í apríl, já! fokkíng apríl til að sjá hvort að þetta hjálpi mér eitthvað. ég verð orðin 26 ára þá. en það eru 44 dagar í afmælið mitt og ég fer óðum að tína saman afmælisóskalistann fyrir þá sem hafa áhuga á að gefa mér gjafir. ég veit samt ekki hvort ég eigi að halda upp á þessi tímamót. fyrir það fyrsta þá bý ég núna í 30 fermetra íbúð sem er í þokkabót undir súð svo að það eru svona u.þ.b. 15 fermetrar sem hægt er að standa uppréttur á. þar með talið svefnherbergið og salernið. "veriði hjartanlega velkomin í afmælið mitt kæru vinir. og já, það eru enn nokkur laus sæti inni á klósetti". hálf leimó eitthvað. annars gæti ég líka fengið hr. tinna til að leyfa mér að halda upp á herlegheitin í sinni fallegu og bráðum tilbúnu íbúð. mmmmmm.... en hvað ég hlakka til að flytja þangað inn. en afmælið yrði samt aldrei drykkjupartý heldur notalegt kaffiboð. því ekki má ég drekka á þessari "lundarlyftu", a.m.k. ekki fyrst um sinn...
see ya!


gestabók

Engin ummæli: