fimmtudagur

á mig herjar nú krankleiki. háls minn bólginn sem hafi ég etið vítissóta og skolað honum niður með brennivíni. augun rauð og geta vart litið til hliðanna öðruvísi en að stingandi sársauki fari um allt andlit mitt og líkaminn viðkvæmur fyrir allri snertingu eins og að húðin sé einhvers annars. en svona er nú það þegar maður fer í únglingasleik við veikan kærasta. ég get sjálfri mér um kennt, en ég kenni ástinni um....
þetta eru myndirnar sem ég er búin að sjá á kvikmyndahátíðinni:

garden state
kinsey
downfall
i heart huckabees
the woodsman

garden state stendur ennþá uppúr en i heart huckabees er líka sérstaklega góð. ég á eftir að sjá vera drake, what the bleep do we know, education of shelby knox, darkness og melinda & melinda.
í veikindum mínum í gær horfði ég á punch drunk love. mikið rosalega er það góð mynd...
blex... hóst hóst...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

láttu þér batna...vonandi að það fari að koma vor og kvefið fari í smá frí. Svanhildur