sunnudagur

ég er hér heima hjá mér, nýkomin úr vinnu. að meðaltali höfðu 10 manns skoðanir á bleika hárinu mínu í dag. ég er þá að tala um bláókunnugt fólk, ekki vini mína heldur kúnna í búðinni. mér finnst það helber dónaskapur. ekki arka ég upp að gömlum konum með fjólublátt hár og segi þeim hvað þær séu nú miklar týpur og spes að vera með svona litað hár. andskotans! ég ætla samt að vera svona. þangað til að ég er komin með hallærislega mikla rót. þá lita ég það aftur dökkt. kannski. en nú er ég að undirbúa för í bíó á myndina downfall sem er víst um seinustu daga hitlers. það verður spennandi og að þessu sinni verð ég með gest því hann gulli minn ætlar með mér. ef ég verð arfahress þegar ég kem heim, blogga ég kannski um myndina. annars langar mig bara mest til að hanga og láta mig dreyma í kvöld.
see ya!

Engin ummæli: