sunnudagur

góðan dag!
í gær fór ég í heimsókn til bryncíar og litla prinsins. ég hlakka til þegar krílið fær nafn... ég náði að slíta bryncí burt í augnablik á meðan brjóstin á henni fylltust af mjólk sökum söknuðar til barnsins... eða eitthvað. við gengum laugaveg og ég keypti mér hárlit og pils sem er eiginlega afmælisgjöf frá kötu systur því blessunin gaf mér aur í afmælisgjöf. gaman að eiga pening og vera búin að borga alla reikninga, skuldir og byrgja mig upp af þurrfóðri fyrir mánuðinn í bónus. þegar allar svona skyldu - greiðslur eru komnar get ég eytt restinni í e-ð skemmtilegt. það gerist samt ekki oft þar sem að það virðist sem svo að þegar ég er búin að borga allt er ekkert eftir. nema þegar stóra systir eða mamma eru góðar við litla barnið, mig. ég keypti mér líka uppáhalds konfektið mitt í vínberinu því það var á svo agalega billegu verði, bara 398 kr. kassinn. þetta er svona skelja konfekt með núggati inni í. mmmm.... núggat.
í gær fór ég svo í bíó, aftur ein og ekki leið, á kinsey. ég var búin að hlakka mjög til að sjá þessa mynd þar sem að ég hef mikinn áhuga á viðfangsefninu, kynferðislegri hegðun mannskepnunnar og kynhneigð. þessi alfred kinsey var líffræðingur, prófessor sem eyddi fyrri parti ævi sinnar í að rannsaka gallvespur eins áhugavert og það er. þegar hann svo gekk í hjónaband, örugglega kominn yfir þrítugt og ennþá óspjallaður, lentu hann og konan hans í vandræðum á sexúalíska sviðinu. ekkert alvarlegt svosum og það leystist alveg farsællega, nema að útfrá því fékk kinsey brennandi áhuga á því að rannsaka kynhegðun mannskepnunnar þar sem að slíkt hafði aldrei áður verið gert. þetta hefur verið í kringum svona 1925 - 1930. hann safnaði í kringum sig fólki eða hjálparliði, sem var þó aðallega þrír aðrir áhugamenn um viðfangsefnið og þ.á.m. einn nemandi hans. þetta fór svo einhvern veginn allt downhill þaðan. að sjálfsögðu voru þessar rannsóknir litnar mjög miklu hornauga þar sem að á þessum tíma var kynlíf álitið eitthvað syndsamlegt og eingöngu til þess gert að búa til börn. en kinsey trúði því að kynhegðun væri eitthvað í eðli okkar, eins og að nærast og þ.h. hann komst m.a. annars að því í rannsóknum sínum og með því að taka viðtöl við tugi þúsunda manns að það sem fók segir um kynferðishegðun sína er oft þvert á við það sem það er að hugsa. þetta er reyndar eitthvað sem að ég trúi vel... í einu atriði var rúmlega sjötug kona að fróa sér og svo reið einn af aðstoðarmönnum kinsey henni og þetta var allt tekið upp á filmu. ókei, ég veit að það er gott mál að fólk geri það ennþá á þessum aldri og stundi kynlíf en það er viðbjóður að verða vitni að því. mér leið mjög pínlega á meðan á því atriði stóð. eitt sinn tók kinsey líka viðtal við mann sem hafði sofið hjá 17 nánum ættingjum sínum ( ath. þetta er allt satt og gerðist! ). hann hafði misst sveindóminn, að mig minnir 10 ára með ömmu sinni. upplifað fyrstu samkynhneigðu kynlífreynsluna 11 ára með pabba sínum, riðið (nauðgað) yfir 20 tegundum af dýrum, nauðgað 600 og eitthvað strákum undir kynþroskaaldri og 200 og eitthvað stúlkum undir kynþroskaaldri. og over all hafði maðurinn sofið hjá/nauðgað yfir 9000 manns. viðbjóður! mér fannst þetta einhvern veginn hætta að snúast um rannsóknir mjög fljótlega og breytast í eitthvert stjórnleysi. eins og að vínsmakkarar myndu allir enda blindfullir og ælandi alkahólistar. og þannig fór þetta líka. auðvitað gat maður gefið sér það að þetta myndi enda illa. tilfinningarnar okkar virðast nefnilega oft á tíðum ráða meiru en okkar innra eðli og líkamlegar þarfir. og þegar allir voru búinir að halda fram hjá öllum var þetta orðið hálf ömurlegt. og málið er líka að kinsey var að hluta til skemmdur innan í sér. pabbi hans hafði alla ævi predikað um hvað kynlíf og allt sem því tengdist væri viðbjóðslegt og ekki kristnu fólki sæmandi. hann gerði stöðugt lítið úr kinsey og braut hann niður. ég komst svo auðvitað að því að það var af því að pabbi hans hafði sjálfur lent í neðanbeltis hremmingum sem barn. en þetta hafði mjög djúpstæð áhrif á kinsey, skiljanlega og hæfni hans til að fá fólk með sér gerði það eiginlega að verkum að þessar rannsóknir gengu svo langt sem þær gerðu. mér fannst myndin reyndar dálítið langdregin og óþægileg að horfa á. þarna sjáiði hvað ég er viðkvæm. gluð hjálpi mér að ég gæti horft á hole in my heart. og einhvernveginn sannfærðist, allavega ég, að kynlíf er meira en bara líkamleg þurft og eingöngu háð eðli okkar. tilfinningar spila þarna stórt hlutverk og ég trúi því að það séu mjög fáir sem geti stundað kynlíf og ekki fundið neitt tilfinningalegt. hvað sem barsjúkum og gröðum, korter - í - þrjú íslendingum líður.
þegar ég kom heim eftir bíóið komst ég ekki inn á bloggið svo að ég litaði á mér hárið. og í dag er ég með SKÆR bleikt hár.
takk og bless.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég var nú bara einmitt að lesa langa útdrætti úr þessari merku könnun um daginn í sambandi við skólann...ansi áhugavert margt þar.

kv.svanhildur