þriðjudagur

jæja jæja....
ég át auðvitað yfir mig í "út að borða með mömmu & pabba". fékk mér dýrindis saltfisk. og það fékk mig til að hugsa til þess tíma þegar maður hefði frekar dáið en að panta fisk á veitingarstað. það var þegar maður var ungur. ég sagði ma & pa frá væntanlegum hjólakaupum mínum. á planinu er að kaupa reiðhjól mánaðarmótin maí/júní. ég get það ekki næstu mánaðarmót því þá þarf ég að borga háskólann, auk þess verður líka búið að snjóa aftur þá eins og veðurfarið í þessu landi er... hjólið sem ég féll fyrir er ákaflega fagurt. svart og þriggja gíra, dömulegt og með körfu. haldiði ekki að það verði sjón að sjá mann? þeysast um stræti borgarinnar með öskrandi bleikt hár á biksvörtum reiðfák með dauðar flugur í tönnunum...
en sjáiði bara veðrið? lundin á mér lyftist til hæstu hæða og mér finnst lífið hafa öðlast merkingu. aðra en að finna hentugar leiðir til að losna héðan... ekkert morbit hér!
mmmm..... ég er hamingjusöm í fyrsta skipti í langan tíma. en nú ætla ég að jafna mig eftir átið, baða líkama minn og skerpa aðeins á bleika litnum í hárinu. við bibbert erum nefnilega að fara í brúðkaup næsta laugardag. ekki okkar eigins reyndar, því miður. en það hlýtur að koma að því að hann fer að skammast sín fyrir að við lifum í synd og gerir heiðvirða konu úr mér. og þá er ykkur öllum boðið.
see ya!

Engin ummæli: