laugardagur

Hin eilífa þrenning (De evige tre)


Tveir menn er flækjast fyrir mér
fylgja mér heims um stig.
Annar er sá sem ég elska.
Einungis hinn elskar mig.


Annar er dýrlegur draumur um nótt,
og er dimmir um huga minn.
Hinn stendur vonhýr við hjarta míns dyr.
Ég hleypi honum aldrei inn.


Annar vekur mér vorsins þyt
af vellyst sem síðan fer.
Hinn gaf mér ánægður allt sitt líf,
án einustu stundar frá mér.


Annar bylur í blóðsins söng
svo blíðleikinn lifnar á ný.
Hinn er sjálfur hinn dapri dagur
sem draumarnir kafna í.


Milli þessara tveggja þráir hver kona,
og er þráð sem árgeislinn hreinn.
Á aldar fresti getur það gerzt
að þeir grói saman í einn.


Tove Ditlevsen

Engin ummæli: