sunnudagur

ljóðið hérna að neðan, hin eilífa þrenning er eitt af mínum uppáhalds ljóðum og eins og það sé ekki næg ástæða til að setja það hérna inn á síðuna er það sérlega viðeigandi og í stíl við hjartað mitt núna. svanhildur frænka kynnti mig fyrir því þegar ég var óharðnaður unglingur og síðan þá hef ég ekki getað gleymt því. það segir svo mikið meira en bara þessi fallegu orð...
við horfðum á mayor of the sunset strip í gærkvöldi en ég lét hana af einhverjum ástæðum fara fram hjá mér í vor á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni. þetta er óskaplega góð mynd en líka óskaplega sorgleg og fjallar um líf rodney bingenheimer, "úber" grúppíu frá 7. áratugnum. ég nenni nú ekkert að fara eitthvað sérstaklega út í myndina enda er ég búin að segja allt sem segja þarf, þetta er bara heimildarmynd um ævi þessa sorglega manns. en það er einn augljós punktur í henni... ef að manneskja á ekki heilbrigða foreldra og er ekki í sem heilbrigðustu sambandi við þá er það ávísun á skemmd í sálinni og sálræna erfiðleika á fullorðinsárum viðkomandi. þetta er sorgleg staðreynd sem að alltof margir þekkja.

2 ummæli:

Ösp sagði...

ósköp fallegt ljóð!
Hlakka til að sjá þig væna

Tinna Kirsuber sagði...

Sömuleiðis honí!