sunnudagur

kærastinn minn er ekki bara kærastinn minn. hann er besti vinur minn og mesti snillingur sem ég veit um.
mér leiðist óskaplega fólk sem svarar spurningum með því að byrja á því að endurtaka spurninguna. mér leiðist líka fólk sem svarar spurningum með hroka eða aulalegu gríni. ég og maggi erum sammála um þetta.
einhverjir hafa kannski tekið eftir fjarveru minni hér... og líka þar undanfarna daga og því miður vikur. það er bara stundum óþarflega erfitt að vera tinnbert. ætli hann eigi samt ekki oftast nær mesta sök á því sjálfur... hann er bara með alltof flókið höfuð. en eitthvað er að birta til og í þetta skiptið er það ekki uppspuni til að hlífa fólki heldur heilagur sannleikur. en ég þori ekki fyrir mitt litla líf að tala um það, bara svona til að "jinxa" ekki hlutunum. það sést samt hverjir eru vinir þegar ský dregur fyrir sólu. einn svoleiðis vinur er dóra litla mín sem málaði handa mér mynd með vatnslitunum sem ég seldi henni af því að ég var "feeling blue"... dáldið fyndið. en þessi mynd er þannig og svo óskaplega falleg að í hvert skipti sem ég horfi á hana verður allt betra. eiginlega svona einskonar "art-therapy".
skólanum mínum hugkvæmdist að hafa næstu viku það sem kallað er verkefnavika. og eins og það sé ekki nógu andskoti angistarvaldandi er þetta líka airwaves vikan. þið getið ekki ímyndað ykkur hvað það er erfitt að halda mér á yfirborðinu núna. ég þarf nefnilega að gera tvær ritgerðir í vikunni og það veldur mér óskaplega miklum kvíða. en það angrar mig samt mest hvað það veldur mér miklum kvíða og núna er t.d. ágætis tími til að ergja sig á því að vera eins og ég er útaf þessum ritgerðum. en ég er að reyna að troða marvaðann og vona að ég komi mér þannig í gegnum þetta. en eitt er víst, ég ætla ekki að gefast upp. ágætis aðferð er líka að hlakka til einhvers eins og ég hef áður minnst á hér og nú hef ég heldur betur tilefni til að hlakka til því við erum að fara til amsterdam 10. nóvember. ég, örninn, maggi, beggi, rumurinn og kona hans og barn munum sofa í hótelbáti sem hefur upp á allan þann uppa-lúxus að bjóða sem hugurinn getur girnst. þetta verður að sjálfsögðu heilsusamleg afslöppunarferð því að við ætlum að heimsækja jógasetur, fara á íhugunarnámskeið og lifa á organísku fæði... þessi setning hér að undan er að sjálfsögðu alger kaldhæðni.
en nú þarf ég að fara að gera hópverkefni. jeijj! hópverkefni! (líka kaldhæðni).

2 ummæli:

Ösp sagði...

Jæja vænan! Þá er ég að koma suður, á morgun!!
ástæðan er sú að ég er að fara til augnlæknis á fimmtudaginn, ætli ég mæti ekki með lepp á airwaves! Nei vonum ekki!
Hlakka til að sjá þig, og eelskan mín þú drullumixar þessar ritgerðir, eða eins og við Tjarnarfólk segjum það "Þetta reeddast" ;)

Tinna Kirsuber sagði...

Takk dúlla. Hlakka til að sjá þig :*