fimmtudagur

ja svei! undur og stórmerki áttu sér stað þegar gestirnir í kastljósi voru "aktúelt" sammála. þetta gerist ekki oft... og kastljós-drengurinn var ekki viss hvað hann ætti að gera.
nú sit ég hér með öl í dollu, talsvert hress og get hér með sagt ykkur að seinustu tvær vikur hafa farið í andstyggilegt þunglyndi. eða eiginlega ekki, mér leiðist þessu stimplun. ég ætla að kalla þetta vikurnar tvær sem fóru í óþarfa angist og áhyggjur. en nú eru betri tímar framundan, t.d. er öspin litla hjá okkur núna og henni fylgir vorsins ljómi. á morgun erum við svo að fara út að borða á einari ben, ég fagna öllu sem inniheldur ókeypis máltíð og sérstaklega þegar það er í nálægð við stóru systur og gott ef við erum ekki að fara í afmæli á laugardagskvöldið til þriggja pilta. og enn er ég svo ástfangin að ég klofna stundum í öreindir sem svífa í kringum örninn.

Engin ummæli: